Gomez: Ætlum að verða Evrópumeistarar

Mario Gomez skoraði markið sem tryggði Þýskalandi sigur á Portúgal.
Mario Gomez skoraði markið sem tryggði Þýskalandi sigur á Portúgal. Reuters

Mario Gomez, framherji þýska landsliðsins, var hetja sinna manna í fyrsta leik liðsins á EM þegar hann skoraði eina markið í sigri á Portúgal.

„Það var mjög erfiður leikur. Portúgal er ekki lið sem maður getur bókað þrjú stig gegn. Portúgal er með mjög gott lið,“ segir Gomez sem skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í þeim leik.

Þýskaland er það lið sem flestir veðja á að verði Evrópumeistari en liðið er þó það yngsta í keppninni.

„Við komum hingað til að verða Evrópumeistarar en það eru önnur lið sem hafa sama markmið. Við verðum að leggja hart að okkur og bæta okkur á hverjum degi. Við eigum þó góðan möguleika á að vinna mótið með þau gæði sem við höfum í liðinu,“ segir Mario Gomez.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin