Xavi Hernandez, miðvallarleikmaðurinn frábæri í liði heims- og Evrópumeistara Spánverja, sló met í úrslitakeppni í Evrópumóts landsliða í kvöld þegar Spánverjar burstuðu Íra, 4:0.
Xavi átti 136 sendingar í leiknum og 127 þeirra rötuðu rétta leið. Aldrei áður hefur leikmaður átt jafnmargar sendingar í leik í úrslitakeppni Evrópumótsins en gamla metið, 117 sendingar, átti Hollendingurinn Ronald Koeman sem náði í leik gegn Dönum á EM 1992.
Spánverjar settu met í fjölda sendinga í kvöld í EM en þeir náðu 860 sendingum en leikmenn Íra hittu svo sannarlega fyrir ofjarla sína.