Spánverjar og Ítalir tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu karla í kvöld. Spánverjar lögðu Króata, 1:0, í Gdansk á sama tíma og Ítalir unnu Íra, 2:0, í Poznan.
Spánn endar með sjö stig, Ítalir fimm, Króatía fjögur en Írland ekkert. Spánn og Ítalía fara í átta liða úrslit og mæta liðum úr D-riðli, Frakklandi, Englandi eða Úkraínu.
Staðan í leikjunum:
18.45 Króatía - Spánn 0:1 - leik lokið.
- Jesús Navas 88.
18.45 Írland - Ítalía 0:2 - leik lokið.
- Antonio Cassano 35., Mario Balotelli 89.
Leikirnir hófust kl. 18.45 og var fylgst með þeim á mbl.is:
90. SPÁ-KRÓ - leik lokið. Spánverjar vinna leikinn. Króatar eru úr leik. Ítalía og Spánn fara í átta liða úrslit.
89. ÍTA-ÍRL MARK, 2:0 - Mario Balotelli tryggir Ítölum sigur, 2:0
89. ÍTA-ÍRL RAUTT SPJALD Keith Andrews hjá Írum, annað gult spjald.
88. SPÁ-KRÓ MARK, 1:0 - Jesús Navas skoraði eftir að hann og Iniesta komust inn fyrir vörn Króata að lokinni frábærri sendingu frá Fabregas.
84. SPÁ-KRÓ Iniesta í þröngu færi við endalínu og markvörður Króata varði í horn. Ekkert spennandi gerðist upp úr horninu.
81. SPÁ-KRÓ Króatar gerðu þriðju skiptingu sína. Eduardo kom inn á fyrir Vukojevic.
79. SPÁ-KRÓ Perisic átti hörkuskot á mark Spánverja en Casillas varði.
78. SPÁ-KRÓ Fabregas í nokkuð góðu færi en hikaði við að spyrna boltanum og varnarmenn Króata komast fyrir skotið lok þegar það reið af.
76. ÍTA-ÍRL Kevin Doyle fór af leikvelli fyrir Jonathan Walters.
74. ÍTA-ÍRL Balotelli kom inn á fyrir Di Natale.
73. ÍTA-ÍRL Buffon fékk gult spjald.
72. SPÁ-KRÓ Fabregas kom inn á sem varamaður fyrir Silva.
72. ÍTA-ÍRL De Rossi fékk gult spjald.
66. SPÁ-KRÓ Ramos skallaði hátt yfir mark Króata eftir hornspyrnu frá hægri.
66. SPÁ-KRÓ Tvöföld skipting hjá Króötum, Vida af leikvelli og Jelavic inn á í staðinn. Pranjic fór af leikvelli og Perisic kom inn á fyrir hann. Sóknarhugur í Króötum?
65. ÍTA-ÍRL Shane Long kemur inn á fyrir Aiden McGeady.
61. SPÁ-KRÓ Torres fór af leikvelli og Navas kemur í hans stað.
61. ÍTA-ÍRL Diamanti kom inn í lið Ítala fyrri markaskorarann Cassano.
59. SPÁ-KRÓ Casillas varði frábærlega eftir góða sókn Króata. Rakiticvar einn á auðum sjó en Casillas sá við honum og varði skalla hans eftir sendingu frá Modric. Besta færi leiksins til að skora mark.
58. SPÁ-KRÓ Króatar áttu aukaspyrnu rétt utan vítateigshorns, vinstra megin. Ekkert varð úr og Spánverjar sneru vörn í sókn.
54. ÍTA-ÍRL Given varði skot frá Antonio Di Natale.
54. SPÁ-KRÓ Strinic fékk gult spjald.
51. ÍTA-ÍRL Daniele De Rossi á skot rétt yfir mark Íra.
49. SPÁ-KRÓ Króatar fá hornspyrnu en þeir gerast brotlegir innan vítateigs og Spánverjar vinna boltann.
46. Þá er síðari hálfleikur hafinn í báðum leikjum.
45. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks í báðum leikjum kvöld. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik.
41. ÍTA-ÍRL Robbie Keane dæmdur rangstæður.
39. ÍTA-ÍRL John O'Shea fær gult spjald.
37. ÍTA-ÍRL Keith Andrews fær gult spjald.
35. ÍTA-ÍRL MARK, 1:0 - Antonio Cassano skallar boltann í mark Íra eftir sendingu frá Andrea Pirlo.
31. SPÁ-KRÓ Mandzukic kominn inn á leikvöllinn á ný.
30. SPÁ-KRÓ Silva á laust skot að marki Króata en markvörðurinn handsamar boltann auðveldlega.
28. SPÁ-KRÓ Ramos brýtur gróflega á Mandzukic rétt utan vítateigs hægra megin. Sleppur við spjald er hreint með ólíkindum. Mandzukic þarf að fara af velli um stund þar sem hugað er að meiðslum hans. Corluka fær gult spjald fyrir að brúka sig við dómarann.
28. ÍTA-ÍRL Federico Balzaretti fær gult spjald fyrir brot.
25. SPÁ-KRÓ Pranjic með laust skot að marki Spánverja sem Casillas á ekki erfiðleikum með að verja.
24. SPÁ-KRÓ Pique á skot að marki Króata sem fer nokkuð yfir.
23. SPÁ-KRÓ Torres kominn upp að endamörkum og spyrnir að markinu úr þröngri stöðu en markvörður Króata, Pletikosa, varði.
21. ÍTA-ÍRL Aiden McGeady aftur dæmdur rangstæður.
18. ÍTA-ÍRL Federico Balzaretti á skot að marki Íra sem fer naumlega yfir.
15. SPÁ-KRÓ Iniesta brýtur á Srna og er heppinn að sleppa við gult spjald.
12. ÍTA-ÍRL Ragnstaða dæmd á Aiden McGeady, leikmann Íra.
12. SPÁ-KRÓ Laglegt samspil Spánverja skilar þeim nærri því marktækifæri.
9. ÍTA-ÍRL Andrea Pirlo á góða fyrirgjöf að marki Íra en Keith Andrews tekst að bægja hættunni frá.
8. SPÁ-KRÓ Kveikt á blysum fyrir aftan mark Spánverja. Leikurinn stöðvaður í skamma stund.
4. SPÁ-KRÓ Spánverjar fá fyrstu hornspyrnu leiksins gegn Króötum en hún skapar engan usla.
1. ÍTA-ÍRL Daniele De Rossi á skot að marki Íra en boltinn fer nokkuð framhjá markinu.
1. Þá hefur verið flautað til leiks í leikjunum tveimur.
0. Styttist í að leikmenn liðanna fjögurra gangi út á leikvellina í Gdansk og í Posnan.
Spánverjar stilla upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Íra í annarri umferð. Króatar gera hinsvegar tvær breytingar á sínu liði. Nikica Jelavic og Ivan Perisic fara á varamannabekkinn en í stað þeirra koma Daniel Pranjic og Domagoj Vida.
Byrjunarliðin eru klár:
Króatía: Pletikosa; Vida, Corluka, Schildenfeld, Strinic; Vukojevic, Pranjic; Srna, Modric, Rakitic; Mandzukic.
Spánn: Casillas; Arbeloa, Pique, Ramos, Alba; Busquets, Alonso, Xavi, Silva, Iniesta; Torres.
Írland: Given, O’Shea, St Ledger, Dunne, Ward, McGeady, Whelan, Andrews, Duff, Doyle, Keane.
Ítalía: Buffon, Abate, Barzagli, Chiellini, Balzaretti, De Rossi, Pirlo, Motta, Marchisio, Cassano, Di Natale.