„Balotelli er mjög hvatvís“ (myndband)

Bonucci sá til þess að Balotelli fengi ekki að tjá …
Bonucci sá til þess að Balotelli fengi ekki að tjá sig. AFP

Ólíkindatólið Mario Balotelli skoraði glæsimark fyrir Ítalíu í gærkvöld þegar liðið vann Íra í C-riðli Evrópumótsins. Í stað þess að fagna markinu gerði Balotelli sig líklegan til að kalla eitthvað til áhorfenda uppi í stúku en liðsfélagi hans, Leonardo Bonucci, kom aðvífandi og greip fyrir munn hans.

„Ég skildi ekki hvað hann var að segja því hann talaði ensku. En ég greip fyrir munn hans vegna þess að Mario er mjög hvatvís maður. Það er einnig einn af hans styrkleikum. Við vorum búnir að tala saman fyrir leik og hann vissi hvernig hann átti að haga sér,“ sagði Bonucci eftir leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin