Parker hrósar Gerrard í hástert

Gerrard og Parker hafa náð vel saman á miðjunni fyrir …
Gerrard og Parker hafa náð vel saman á miðjunni fyrir England. Hér eiga þeir í höggi við Samir Nasri. Reuters

Scott Parker er hæstánægður með spilamennsku félaga síns á miðjunni hjá enska landsliðinu, fyrirliðans Stevens Gerrards, á Evrópumótinu til þessa. Hann segir Gerrard besta miðjumann ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikilvægt er að þeir félagar leiki vel þegar England mætir Ítalíu í átta liða úrslitum á sunnudagskvöld kl. 18:45.

„Ég held að við Stevie höfum náð mjög vel saman á mótinu. Við erum vel skipulagðir. Ég veit ansi vel hvernig hann spilar og ég er viss um að hann kann vel inn á mig. Við gefum liðinu góðan grunn til að byggja á og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Parker við Daily Telegraph.

„Stevie er einn besti miðjumaður heims. Þannig hefur það verið í mörg ár og hann hefur verið sá besti í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker en þeir Gerrard bera meiri ábyrgð en ella eftir að ljóst varð að Frank Lampard og Gareth Barry gætu ekki spilað á EM vegna meiðsla.

„Við höfum misst sterka leikmenn vegna meiðsla, eins og Frank og Gareth, sem voru vonbrigði. En við Stevie höfum brugðist vel við áskoruninni og vonandi höldum við svona áfram,“ sagði Parker sem þótti leika mjög vel á miðjunni hjá Tottenham í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin