Þjóðverjar voru að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu með sannfærandi 4:2 sigri gegn Grikkjum.
Þjóðverjar höfðu tögl og hagldir allan tímann og yfirburðir þeirra voru miklir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Philipp Lahm, Sami Khedira, Miroslav Klose og Marco Raus gerðu mörk Þjóðverja en Giorgios Samaras og Saipingidis skoruðu mörk Grikkja.
Þjóðverjar mæta Ítölum eða Englendingum í undanúrslitunum í næstu viku.
90+2 Leiknum er lokið með 4:2 sigri Þjóðverja.
88. MARK!! Grikkir laga stöðuna. Saipingidis skorar úr vítaspyrnu. Skotið var upp í höndina á Boateng og Grikkir fengu víti á silfurfati.
74. MARK!! Þjóðverjar eru að taka Grikkina í bakaríið. Hinn ungi Marco Reus skoraði með þrumuskoti í slá og inn.
68. MARK!! Þjóðverjar eru komnir í 3:1. Miroslav Klose skoraði með skalla, ekki nema hvað!!, eftir hornspyrnu. Þetta var 64. landsliðsmark Klose og hann vantar nú fjögur mörk til að jafna met Gerd Müllers.
61. MARK!! Þjóverjar voru ekki lengi að svara fyrir sig. Boateng átti fína sendingu fyrir markið og þar kom Sami Khedira á fleygiferð og skoraði með viðstöðulausu skoti. Glæsilegt mark.
55. MARK!! Grikkir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir eru búnir að jafna metin í 1:1. Giorgios Samaras náði að koma boltanum í netið með skoti af stuttu færi. Þjóðverjar hafa virkað hálf kærulausir í byrjun seinni hálfleiks en að sama skapi hafa Grikkir verið árræðnari í leik sínum.
46. Seinni hálfleikur er hafinn. Það þarf ansi mikið að breytast hjá Grikkjum ef þeim á takast að komast í undanúrslitin.
45+3 Hálfleikur. Þjóðverjar hafa verðskuldaða forystu, 1:0. Þeir hafa haft algjöra yfirburði og hafa haft boltann 80% í leiknum.
45+2 Hinn ungi Schurrle var ekki langt því að bæta við öðru marki fyrir Þjóðverja en boltinn smaug stöngina eftir skot hans utan vítateigsins.
39. MARK!! Það hlaut að koma að því. Þjóðverjar eru komnir í 1:0. Vinstri bakvörðurinn og fyrirliðinn Philipp Lahm skoraði með þrumuskoti rétt utan vítateigsins. Keimlíkt markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Þjóðverja á HM 2006.
36. Grikkir í nauðvörn en þeir lifa þetta af. Samir Khedira átti skot sem markvörður Grikkja varði en hann hélt ekki boltanum og Grikkjum tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu.
30. Leikurinn er algjör eign Þjóðverja sem hafa haft boltann 73% í leiknum og hafa átt þrefalt fleiri sendingar en Grikkirnir.
25. Dauðafæri!! Enn eitt dauðafæri Þjóðverja. Nú var það hinn ungi Reus sem skaut boltanum framhjá úr opnu færi.
24. Dauðfæri!! Miroslav Klose hittir ekki boltann af stuttu færi fyrir opnu marki.
23. Dauðafæri!! Eftir glæsilega sókn komst Mesus Özil í upplagt færi en skotið var laust og markvörður Grikkja varði. Mark Þjóðverja virðist liggja í loftinu.
15. Völlurinn er að gera leikmönnum beggja lífið leitt. Hann er háll og laus í sér.
12. Reus komst í gott færi en skotið fór nokkuð vel framhjá gríska markinu.
4. Þjóðverjar koma boltanum í netið en markið er ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Þjóðverjar hafa byrjað vel en Grikkirnir eru eitthvað hálf sofandi. Það var Miroslv Klose sem kom boltanum í netið en það var tæpt að hann væri rangstæður.
1. Leikurinn er hafinn. Vonandi fáum við fjörugan og skemmtilegan leik.
0. Sigurliðið í leiknum í kvöld mætir annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum. Það gætu því orðið sömu lið sem eigast við í undanúrslitunum og á HM 2006. Þá áttust við annars vegar Frakkland og Portúgal og hins vegar Þýskaland og Ítalía.
0. Þjóðverjar eru sigurstranglegri en í viðureignum þjóðanna hefur Grikkjum aldrei tekist að vinna en Þjóðverjar hafa unnið fimm leiki.
0. Margir segja að Joachim Löw tefli djarft en hann tekur þá Mario Gomez, Lukas Podolski og Thomas Müller út úr byrjunarliðinu.
0. Grikkir leika í kvöld án fyrirliða síns, Giorgos Karagounis, sem tekur út leikbann.
0. Angela Merkel, forsætisráðherra Þýskalands, verður á meðal áhorfenda í kvöld. Hún er ekki vinsæl meðal Grikkja enda hafa Þjóðverjar beitt sér hart í því að Grikkir skeri verulega niður í útgjöldum sem kemur illa við flestan almenning í landinu.
Þýskaland (4-2-3-1): Neuer; Boateng, Hummels, Badstuber, Lahm; Khedira, Schweinsteiger; Reus, Ozil, Schurrle; Klose.
Grikkland (4-2-3-1): Sifakis; Torossidis, Papastathopoulos, K Papadopoulos, Tzavellas; Makos, Maniatis; Ninis, Katsouranis, Samaras; Saipingidis.