Kyssir nú karlmann

Casillas stöðvar sókn Króata gegn marki Spánverja á EM í …
Casillas stöðvar sókn Króata gegn marki Spánverja á EM í vikunni. mbl.is/afp

Eins og frægt er orðið smellti Iker Casillas, markvörður Spán­ar, kossi á kær­ustu sína, sjón­varps­kon­una Söru Car­bonero, í beinni út­send­ingu þegar hún var að taka viðtal við hann eft­ir að Spánn varð heims­meist­ari fyr­ir tveim­ur árum.

Hampi Spánn Evr­ópu­meist­ara­titl­in­um ann­an sunnu­dag ætl­ar Casillas aft­ur að smella kossi á kinn en nú verður það eldri sjón­varps­maður sem fær koss­inn.

„Ef við vinn­um mótið verður það fyrsta sem ég geri að kyssa þig beint á kinn­ina,“ sagði Casillas hlæj­andi við sjón­varps­mann­inn Jose Ramon De la Mor­ena aðspurður hvort Sara fengi ann­an koss. Sá gamli svaraði um hæl: „Við verðum nú bara að sjá til með það hvort þú get­ir náð mér,“ sagði sjón­varps­maður­inn og hlógu þeir báðir dátt. Spánn mæt­ir Frakklandi í átta liða úr­slit­um í dag. tom­as@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin