Spánn vann auðveldan sigur á Frakklandi

Spánn er komið í undanúrslit EM í fótbolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Frakklandi, 2:0. 

Spánn tók forustuna í fyrri hálfleik með skallamarki Xabi Alonso en Spánverjar voru mun betri í fyrri hálfleik þar sem Frakkar sýndu nákvæmlega ekki neitt.

Frakkar tóku sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og sóttu duglega að marki Spánar án þess þó að fá eitt almennilegt færi.

Þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir gáfust Frakkar upp og sýndu afar lítinn áhuga á að reyna að jafna metin.

Spánn tryggði sér svo sigurinn undir lokin með marki úr vítaspyrnu en Xabi Alonso skoraði örugglega úr vítinu, sitt annað mark í leiknum, 2:0.

Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum í næstu viku.

Fylgst var með leiknum í hér á mbl.is

90.+4 LEIK LOKIÐ MEÐ SIGRI SPÁNAR, 2:0.

90.+1 MARK! Staðan er 2:0. Xabi Alonso skorar af öryggi úr vítaspyrnunni. Sendir Lloris í rangt horn.

90. VÍTI! Pedro fiskar vítaspyrnu þegar Reveillere brýtur á honum innan teigs.

81. Afskaplega lítið að gerast þessar mínúturnar. Frakkarnir hafa slakað á klónni og ekki enn skapað sér afgerandi marktækifæri. Oliver Giroud er kominn inn á og tekur sér stöðu í framlínu Frakklands ásamt Karim Benzema. 

69. Franska vörnin er aðeins að opnast eftir að Laurent Blanc gerði tvær sóknarsinnaðar skiptingar. Nasri og Menez komnir inn á. Tvívegis hefur Spánn komist upp vinstra meginn en Frakkar hafa náð að bjarga í horn.

60. Debuchy með fínan skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri en rétt yfir. 

59. Frakkar eru miklu kraftmeiri en í fyrri hálfleik og sækja nokkuð grimmt. Þá vantar samt algjörlega að fá einhver færi en þetta er mun betra hjá Frökkunum.

51. Xabi Alonso reynir skot af löngu færi sem fer nokkuð hátt yfir. Frakkarnir hafa sótt meira í byrjun seinni hálfleiks en ekki komist í nein teljandi færi.

46. Seinni hálfleikurinn er hafinn.

45.+1 Það er kominn hálfleikur í Donetsk og staðan er vægast sagt sanngjörn, 1:0 fyrir Spán.

37. Frakkarnir hafa aðeins komist inn í leikinn og átti Yohan Cabaye góða aukaspyrnu sem Casillas varði í samskeytunum. Frakkar verjast nú vel og gefa Spáni ekki færi á sér.

31. Spánn heldur boltanum ótrúlega vel og Frakkarnir eru bara í eltingarleik. Spánverjar eru þolinmóðir og bíða eftir að Frakkarnir opni sig eins og í markinu.

19. MARK! Staðan er 1:0. Spánverjar komast yfir. Jordi Alba með frábæra fyrirgjöf eftir glæsilegan einleik og það er Xabi Alonso sem skorar með fallegum skalla. Virkilega fallegt mark hjá Spánverjum.

10. Spánverjar byrja betur og halda boltanum vel eins og við var að búast.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Eins og við greindum frá fyrr í dag þarf Spánn að endurskrifa sögubækurnar ætli liðið að undanúrslitin því Spánn hefur aldrei unnið mótsleik gegn Frakklandi.

0. Dómari leiksins er Ítalinn Nicola Rizzoli sem þykir nú ekki hafa staðið sig frábærlega á mótinu. Vonum að það verði breyting á í kvöld.

0. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Donbass-velli í Donetsk sem er heimavöllur Shakhtar Donetsk. Hann tekur 50.000 manns í sæti.

0. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í undanúrslitum.

0. Spánn vann sinn riðil með sjö stig en Frakkar lentu í öðru sæti í D-riðli á eftir Englandi með fjögur stig.

0. Frakkar stilla upp varnarsinnuðu liði í kvöld. Bakvörðurinn Mathieu Debuchy sem hefur farið á kostum verður á hægri kantinum í kvöld. Anthony Reveillere tekur hans stöðu í bakverðinum.

0. Fernando Torres er á bekknum hjá Spáni eftir tvo leiki í byrjunarliðinu. Spánn hóf keppnina með því að leika án alvöru framherja gegn Ítalíu en í þeim leik gerði liðið jafntefli, 1:1. Spánn vann báða leikina með Torres í byrjunarliðinu.

0. Byrjunarliðin má lesa hér að neðan.

Lið Spánar: Casillas; Arbeloa, Pique, Ramos, Alba; Busquets, Alonso, Xavi; Iniesta, Silva Fabregas.

Lið Frakklands: Lloris; Reveillere, Rami, Koscielny, Clichy; Debuchy, M'Vila, Cabaye, Malouda, Ribery; Benzema

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin