„Töpuðum fyrir besta liði heims“

Karim Benzema, framherji franska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir ósigurinn gegn Spánverjum á EM í kvöld að Frakkar hefðu einfaldlega tapað fyrir besta liði heims.

„Hvað vantaði hjá okkur? Mörk,“ sagði Benzema við franska sjónvarpið eftir 2:0 sigur Spánverja.

„Við töpuðum fyrir besta liði í heimi. Þetta var mjög erfitt en við spiluðum vel og áttum frábæran leik að mínu mati. Við fengum á okkur mark í fyrsta færinu sem þeir náðu að skapa sér og það sló okkur út af laginu. Við erum að vonum vonsviknir en á móti ánægðir að hafa komist í átta liða úrslitin. Þetta voru vonbrigði því við vissum að við gætum unnið þá,“ sagði Benzema.



Karim Benzema í baráttu við Cesc Fabregas.
Karim Benzema í baráttu við Cesc Fabregas. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin