Casillas: Ekki margir sem afreka þetta

Iker Casillas fagnar sigrinum.
Iker Casillas fagnar sigrinum. AFP

Iker Casillas markvörður og fyrirliði Spánverja gat leyft sér að brosa breitt eftir að Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á EM með því að vinna Portúgala í vítaspyrnukeppni í kvöld.

„Við getum svo sannarlega verið stoltir,“ sagði Casillas en Spánverjar eiga nú möguleika á að vinna þriðja stórmótið í röð.

„Það eru ekki margir sem afreka það að komast í úrslit á stórmóti og hvað þá í þremur í röð. Við höfum mátt þola gagnrýni en nú vona ég að allir Spánverjar séu ánægðir, stuðningsmennirnir, fréttamennirnir og leikmennirnir. Vonandi tekst okkur að kæta þá meira,“ sagði Casillas, sem varði fyrstu spyrnu Portúgala í vítakeppninni.

Spánverjar mæta annaðhvort Ítölum eða Þjóðverjum í úrslitaleik í Kænugarði á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin