Heims- og Evrópumeistarar Spánverja leika til úrslita á Evrópumótinu í knattspyrnu í Kænugarði á sunnudaginn en þeir höfðu betur gegn Portúgölum þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Spánverjar höfðu betur í vítakeppninni, 4:2. Þeir mæta sigurvegaranum í viðureign Þjóðverja og Ítala í úrslitum í Kiev á sunnudaginn.
Vítakeppnin:
0:0 Patricio ver frá Alonso
0:0 Casillas ver frá Mautinho
1:0 Iniesta skorar fyrir Spán
1:1 Pepe skorar fyrir Portúgal
2:1 Piqué skorar fyrir Spán
2:2 Nani skorar fyrir Portúgal
3:2 Ramos skorar fyrir Spán
3:2 Alves skýtur í slá
4:2 Fabregas skorar í stöng og inn
120. Framlengingunni er lokið. Enn er markalaust og nú ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni.
110. Aftur kemur Patricio markvörður Portúgala sínum mönnum til bjargar. Honum tókst að verja skot frá Navas af stuttu færi. Spánverjar hafa verið betri í framlengingunni.
106. Seinni hálfleikurinn er hafinn í framlengingunni.
105+1 Hálfleikur í framlengingunni. Staðan er enn 0:0.
103. Rui Patricio markvörður Portúgala kom sínum mönnum til bjargar þegar hann varði glæsilega skot frá Iniesta af stuttu færi.
91. Framlengingin er hafin.
90+3 Venjulegum leiktíma er lokið. Staðan er, 0:0. Leikurinn verður framlengdur um 2x15 mínútur.
88. Portúgalar fengu álitlega skyndisókn sem endaði með slöku skoti hjá Ronaldo.
85. Það stefnir allt í framlengingu í Donetsk.
73. Ágæt tilraun hjá Ronaldo. Hann tók aukaspyrnu utan teigs en boltinn fór yfir markið. Það er farið að örla á þreytu í báðum liðum.
68. Xavi átti fast skot rétt utan teigs en beint í fangið á markverði Portúgala.
60. Jesus Navas er kominn inná fyrir Spánverja í stað Davids Silva. City-maðurinn náði sér ekki á strik í kvöld.
54. Negredo hefur lokið leik fyrir Spánverja. Hann er tekinn af velli og Fabregas leysir hann af hólmi. Negredo var lítt sjáanlegur í leiknum.
46. Síðari hálfleikur er hafin. Liðin eru óbreytt.
45+1 Hálfleikur. Staðan er, 0:0, í taktískum leik. Portúgalar hafa átt í fullu tré við meistaranna og hafa náð að stöðva flæðið í spili Spánverja afar vel.
41. Sergio Ramos miðvörður Spánvjerja fékk gult spjald fyrir að brjóta á samherja sínum hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo.
30. Cristiano Ronaldo var ekki langt frá því að skora fyrsta markið. Hann átti gott skot en boltinn fór hárfínt framhjá markinu.
28. Fín sókn sem endaði með góðu skoti frá Iniesta en boltinn rétt yfir markið.
25. Heims- og Evrópumeistararnir hafa ekki náð neinum takti í sínum leik. Það er frekar rólegt yfirbragð á leiknum og bíðum eftir færum og hvað þá mörkum.
15. Portúgalarnir hafa verið öllu sterkari fyrsta stundarfjórðunginn.
9. Eftir rólega byrjun fengu Spánverjar fyrst færi leiksins en bakvörðurinn Arbeloa skaut boltanum yfir portúgalska markið.
1. Leikur Spánar og Portúgala í Donetsk í Úkraínu er hafinn.
Portúgal (4-3-3): Rui Patricio; Joao Pereira, Pepe, Bruno Alves, Fabio Coentrao; Joao Moutinho, Miguel Veloso, Raul Meireles; Nani, Hugo Almeida, Cristiano Ronaldo.
Spánn (4-3-3): Iker Casillas; Alvaro Arbeloa, Gerard Pique, Sergio Ramos, Jordi Alba; Xavi, Sergio Busquets, Xabi Alonso; David Silva, Alvaro Negredo, Andres Iniesta.
0. Sjö liðsmenn Real Madrid eru í byrjunarliðum liðanna í kvöld. Pepe, Coentrao og Ronaldo í liði Portúgala og Casillas, Arbeloa, Ramos og Alonso í liði Spánverja. Fjórir leikmenn Barcelona eru í byrjunarliði Spánar er það eru þeir Pique, Xavi, Busquets og Iniesta.
0. Vicente del Bosque landsliðsþjálfari Spánverja gerir eina breytingu á liði sínu. Framherjinn Alvaro Negredo kemur inn í liðið á kostnað Cesc Fabregas. Negredo hefur skorað 6 mörk í 11 landsleikjum og öll hafa þau komið í sigurleikjum.
0. Paulo Bento landsliðsþjálfari Portúgala gerir breytingu á liði sínu í fyrsta sinn í sjö leikjum. Hugo Almeida kemur inn í liðið og leikur í stöðu framherja fyrir Helder Postiga sem er meiddur.
0. Spánverjar hafa þrívegis leikið í undanúrslitum á EM og hafa haft betur í öll skiptin, 2:1 gegn Ungvejrum (1964), 5:4 í vítakeppni gegn Dönum (1984) og 3:0 gegn Rússum (2008).
0. Portúgalir hafa þrvegis áður komist í undanúrslit. Þeir töpuðu fyrir Frökkum 3:2 (1984) og fyrir Frökkum 2:1 (2000). Þeir höfðu hins vegar betur á móti Hollendingum 2:1 (2004.)
0. Spánverjar stefna á að vinna sitt þriðja stórmót í röð og verða fyrstir til að ná að verja Evrópumeistaratitilinn en þeir báru sigurorð af Þjóðverjum í úrslitaleik árið 2008.
0. Portúgalar hafa aldrei náð að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þeir hafa einu sinni komist í úrslitaleikinn en þeir töpuðu á heimavelli fyrir Grikkjum árið 2004, 1:0.
0. Spánn og Portúgal hafa mæst 34 sinnum á knattspyrnuvellinum. Spánverjar hafa unnið 15 leiki en Portúgalar aðeins 7.