Balotelli: Stórkostlegar sendingar

Mario Balotelli var auðmjúkur eftir að hafa tryggt Ítalíu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með tveimur mörkum í 2:1 sigri á Þýskalandi í kvöld.

„Þetta voru tvö afar mikilvæg mörk. Fyrra markið kom eftir ótrúlega sendingu frá Antonio Cassano og var mjög auðvelt. Þegar Cassano gefur stoðsendinguna þá er auðvelt að skora,“ sagði Balotelli.

„Seinna markið var eftir glæsilega sendingu frá Montolivo. Venjulega skýt ég í hitt hornið en í þetta sinn valdi ég nærhornið,“ bætti hann við.

Ítalía mætir Spáni í úrslitaleiknum á sunnudagskvöld.

„Ásamt Spáni þá erum við bestu liðin í mótinu. Getum við unnið? Ég skal segja ykkur það á sunnudaginn,“ sagði Balotelli.

Balotelli skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu í kvöld.
Balotelli skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu í kvöld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin