Platini vill dreifa EM 2020 um Evrópu

Michel Platin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir það vel koma til greina að úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla árið 2020 verði dreift á milli 12 eða 13 landa í Evrópu í stað þess að halda keppnina í einu landi eða tveimur eins venjan hefur verið fram til þessa. 

Platini segist vera mjög hrifinn af þessari hugmynd og vill að menn velti henni vandlega fyrir sér áður en ákvörðun verður tekin hvar mótið verður haldið. Hann segist reikna með að þessi hugmynd verði rædd ítarlega áður en kemur að því að ákveða hvar keppnin fer fram en það verður gert annað hvort í desember á þessu ári eða í janúar á næsta ári.

Tyrkir hafa þótt líklegastir til þess að halda keppnina eftir átta ár en þar sem þeir hafa einnig sótt um að halda Ólympíuleika sama árið þá velta menn óneitanlega vöngum yfir því hvort þeir geti haldið þessi tvö stóru íþróttamót á sama ári.

„Ég held að þessi hugmynd um að dreifa leikjunum sé skemmtileg,“ sagði Platini á blaðamannafundi. „Við verðum að taka hana til ítarlegrar athugunnar með opnum huga því það er afar einfalt og fljótlegt að ferðast á milli borga í Evrópu. Með þessu fyrirkomulagi mætti ímynda sér að leika fjóra leiki á hverjum stað,“ sagði Platini ennfremur. 

Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og danska landsliðsins þegar það varð Evrópumeistari 1992, sagði á Twitter síðu sinni áðan að hugmyndin væri skemmtileg og vel þess virði að fara vel yfir hana.

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin