Spánverjar eru Evrópumeistarar í knattspyrnu eftir 4:0 sigur á Ítölum í úrslitaleik og urðu þar með fyrstir til að sigra á þremur stórmótum í röð.
Spánverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik, David Silva það fyrra á 14. mínútu og það síðara gerði vinstri bakvörðurinn Jordi Alba á 41. mínútu. Fernando Torres bætti síðan við þriðja markinu seint í síðari hálfleik og lagði upp mark fyrir Juan Mata áður en yfir lauk.
Ítalir voru varla búnir að gera allar þrjár breytingarnar á liði sínu þegar einn varamannanna varð að fara meiddur af velli og lék liðið einum færri síðasta hálftímann.
Spánverjar höfðu titil að verja og gerðu það, en auk þess eru þeir Heimsmeistarar þannig að það er ljóst að fáar þjóðir standast þeim snúning á knattspyrnuvellinum.
90+3 Leiknum lokið.
90+2 Ramos með hælspyrnu en Buffon varði.
90. Þremur mínútum bætt við.
88. MARK 4:0 Mata skora eftir sendingu frá Torres, sem hefði hæglega getað skorað sjálfur og tryggt sér þar með markakóngstitilinn, en hann renndi knettinum til hliðar á félaga sinn.
86. Mata kemur inná hjá Spánverjum í fyrsta sinn á mótinu en út fer Iniesta.
84. MARK 3:0 Fernando Torres skorar fyrir Spán og er þar með fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í tveimur úrslitaleikjum í röð á EM.
80. Pedro með laust skot nokkru utan teigs og framhjá.
75. Fabregas er að fara af velli og í hans stað kemur Torres.
68. Spánverjar halda áfram að pressa Ítali framarlega og eru alls ekki að hugsa um að pakka í vörn. Vita sem er að sókn er besta vörnin.
65. Ekkert sem bendir til að læknum ítalska liðsins ætli að takast að koma Motta í leikhæft ástand þannig að allt útlit fyrir að þeir verði einum færri. Þeim gekk erfiðlega með fullskipað lið á móti Spánverjum hvað þá að þurfa að vera einum færri.
60 Motta liggur nú í vellinum, virðist hafa tognaði aftan í læri. Ítalir eru búnir með allar skiptingar og spurning hvað gerist, hvort reynt verður að tjasla upp á hann eða Ítalir klári leikinn með tíu leikmenn.
59. Silva út hjá Spánverjum og inn kemur Pedro Rodríguez
58. Balotelli með langskot rétt yfir.
56. Montolivo fer af velli og Motta kemur inn og þar með eru Ítalir búnir að með sínar þrjár skiptingar.
51. Di Natali í dauðafæri rétt utan við markteiginn vinstra megin, en Casillas ver skot hans mjög vel.
48. Spánverjar vilja fá hendi þegar Ramos skallar knöttinn í höndina á varnarmanni Ítala. Ekkert dæmt þó.
47. Fabregas skapar hættu við mark Ítala, en þeir koma boltanum frá á síðustu stundu.
46. Di Natale lætur strax til sín taka, skallar rétt yfir mark Spánverja.
46. Di Natale kominn inn fyrir Cassano.
46. Síðari hálfleikur hafinn.
45. Kominn hálfleikur og vandsæði hvernig Ítalir ætla að bregðast við stöðu mála.
45. Silva með skot utan teigs, en beit í fangið á Buffon
45. Barzagli að fá gult fyrir að fella Xavi.
43. Ítalir með skot utan teigs, en varið.
41. MARK 2:0 Xavi sendi stórkostlega sendingu upp vinstri kantinn á vinstri bakvörðinn Alba sem lék inn í vítateiginn og lagði knöttinn framhjá markverðinum í vinstra hornið.
38. Balotelli reynir langskot en það fer yfir markið.
33. Cassano með annað skot, núna nokkru utan við vítateiginn og Casillas varð að hafa fyrir því að verja skotið.
29. Cassano með máttlítið skot eftir flotta sókn Ítala.
25. Fyrsta gula spjaldið á loft og það fær Spánverjinn Pique fyrir brot.
21. Ítalir skipta um leikmann. Chiellini fer útaf eftir að fá högg á lærið og inn kemur Balzaretti.
18. Ítalir halda nú uppi mikilli pressu og eru að fá þriðju hornspyrnuna á stuttum tíma.
16. ... sem hann og gerir, en í varnarvegginn og í horn.
16. Ítalir fá aukaspyrnu rétt utan við teig vinstra megin, ekki ólíklegt að Pirlo taki þetta.
14. MARK 1:0. Flott sókn sem endaði með fyrirgjöf frá Fabrekas frá endalínu á Silva sem skallaði í netið. Glæsileg sókn og flott mark.
10. Spánverjar mjög beinskeittir og Xavi átti fínt skot rétt yfir markið en áður höfðu tvö langskor Spánverja endaði í varnarmönnum á vítateignum.
7. Spánn fékk horn og sendu boltann fyrir markið, spiluðu ekki út henni eins og svo oft áður. Ramos skallaði yfir.
6. Ramos með aukaspyrnu af um 30 metra færi, en skaut yfir.
2. Ítalir byrja betur og Pirlo átti skot sem var þó víðs fjarri.
1. Leikurinn er hafinn.
0. Verið er að syngja þjoðsöngvana og er það með öðrum hætti en í fyrri leikjum mótsins því nú eru óperusöngvarar sem syngja og leikmenn, þeir sem treysta sér til, taka undir.
0. Þjóðirnar mættust í fyrsta leik mótsins og lauk þeim leik með 1:1 jafntefli.
0. Lokaathöfn EM er í fullum gangi og lýkur í raun með því að flautað verður til úrslitaleiksins.
0. Byrjunarliðin eru klár. Fabregas kemur inn í liðið hjá Spánverjum í stað Alvaro Negredo. Hjá Ítölum er einnig ein breyting frá síðasta leik því Abate kemur inn fyrir Balzaretti.
Spánn (4-3-3): Casillas; Arbeloa, Pique, Ramos, Alba; Busquets, Xavi, Xabi Alonso; Iniesta, Silva, Fabregas. Varamenn: Victor Valdés, Reina, Albiol, Martínez, Juanfran, Santil Cazorla, Jesús Navas, Pedro Rodríguez, Torres, Negredo, Juan Mata, Llorente.
Ítalía (4-4-2): Buffon; Abate, Barzagli, Bonucci, Chiellini; Pirlo, Marchisio, De Rossi, Montolivo; Cassano, Balotelli
Varamenn: Sirigu, De Sanctis, Maggio, Ogbonna, Balzaretti, Thiago Motta, Giaccherini, Diamanti, Nocerino, Di Natale, Borini, Giovinco.