Torres fékk gullskóinn

Markakóngurinn Fernando Torres með dóttur sinni, Nora.
Markakóngurinn Fernando Torres með dóttur sinni, Nora. AFP

Fernando Torres, framherji Chelsea og spænska landsliðsins, fékk gullskóinn eftir sigur Spánverja á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld.

Torres lék síðustu 15 mínúturnar í úrslitaleiknum gegn Ítölum og skoraði þriðja mark liðsins. Torres skoraði þrjú mörk á mótinu eins og fimm aðrir leikmenn en hann hlaut gullskóinn þar sem hann lék fæstu mínútur þeirra sex leikmanna sem skoruðu þrjú mörk. Torres var aðeins í byrjunarliði Evrópumeistaranna í tveimur leikjum af sex á mótinu.


Fernando Torres.
Fernando Torres. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin