Aukið áhorf á EM í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn horfa í auknu mæli á fótbolta.
Bandaríkjamenn horfa í auknu mæli á fótbolta. AFP

Meiri áhugi var fyrir Evrópumótinu í fótbolta í Bandaríkjunum núna en fyrir fjórum árum samkvæmt áhorfstölum sjónvarpsstöðvarinnar ESPN sem sýndi frá mótinu.

Ríflega fjórar milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Spán rúlla Ítalíu upp, 4:0, í úrslitaleiknum en 3,7 milljónir horfðu á úrslitaleikinn fyrir fjórum árum sem þá var sýndur á sjónvarpsstöðinni ABC.

Ríflega 550.000 manns til viðbótar horfðu svo á leikinn í Bandaríkjunum í snjallsímum, ferðatölvum, spjaldtölvum eða Xbox leikjatölvum.

Að meðaltali horfðu 1,3 milljónir Bandaríkjamanna á hvern leik en það er aukning um 51 prósent frá þeim 859.000 sem horfðu á leikina fyrir fjórum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka