Öruggur 3:0 sigur Þjóðverja

Þýskaland sigraði Ísland, 3:0, í B-riðlinum í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í sænsku borginni Växjö í kvöld.

Þýskaland og Noregur eru þá með 4 stig hvort, Holland og Ísland eitt stig hvort fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn. Ísland verður að vinna Holland til að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Þjóðverjar réðu ferðinni frá byrjun leiks en íslenska liðið átti þó ágæta rispu eftir korter og náði þá tvívegis að ógna þýska markinu.

Fyrsta dauðafærið kom á 17. mínútu þegar Lena  Lotzen átti hörkuskalla eftir aukaspyrnu en Guðbjörg varði glæsilega með því að kasta sér og slá boltann í þverslána og út.

Þjóðverjar náðu forystunni á 24. mínútu þegar Lena Lotzen fékk góða stungusendingu upp hægri kantinn, lék inn í vítateiginn, sneri þar á varnarmann og sendi boltann í netið, 1:0.

Þýska liðið gerði síðan harða hríð að marki Íslands á lokamínútum fyrri hálfleiks. Guðbjörg varði þá þrívegis í sömu sókninni, í eitt skiptið stórglæsilega frá Célia Okoyino da Mbabi. Eftir þá rispu má segja að íslenska liðið hafi sloppið vel að fara inn í leikhléið aðeins einu marki undir.

Þjóðverjar hófu seinni hálfleik með miklum krafti og uppskáru mark á 55. mínútu. Guðbjörg varð hörkuskot frá Lotzen en Célia Okoyino fylgdi á eftir og skoraði af stuttu færi, 2:0.

Célia Okyiono skoraði síðan þriðja markið á 84. mínútu þegar hún renndi sér á boltann á markteignum eftir fyrirgjöf frá hægri, 3:0.

Ísland fékk í kjölfarið sitt eina umtalsverða marktækifæri þegar Ólína G. Viðarsdóttir skallaði yfir mark Þjóðverja eftir aukaspyrnu  Margrétar Láru Viðarsdóttur.

Viðtöl koma á mbl.is síðar í kvöld og fjallað  verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Rakel Hönnudóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir. Sókn: Harpa Þorsteinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: Þóra B. Helgadóttir (m), Sandra Sigurðardóttir (m), Sif Atladóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Soffía A. Gunnarasdóttir, Elín Metta Jensen.

Lið Þýskalands: (4-3-3) Mark: Nadine Angerer. Vörn: Leonie Maier, Annika Krahn, Saskia Bartusiak, Jennifer Cramer. Miðja: Nadine Kessler, Dzsenifer Marozsán, Lena Goessling. Sókn: Lena Lotzen, Célia Okoyno da Mbabi, Melanie Leupolz.
Varamenn: Laura Benkarth (m), Almuth Schult (m), Bianca Schmidt, Simone Laudehr, Melaine Behringer, Anja Mittag, Isabelle Linden, Josephine Henning, Svenja Huth, Fatmire Bajramaj, Luisa Wensing, Sara Däbritz.

Ísland 0:3 Þýskaland opna loka
90. mín. Celia Sasic (Þýskaland) á skalla sem fer framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka