„Ekki minn síðasti leikur“

Katrín Jónsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi á …
Katrín Jónsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi á Växjö Arena í gærkvöld. mbl.is/Víðir Sigurðsson

„Nei, þetta verður ekki minn síðasti landsleikur, það er klárt mál. Annars er ég bara ekkert að hugsa um þetta núna,“ sagði Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöld.

„Ég ætla hinsvegar að hætta með landsliðinu þegar keppninni hér í Svíþjóð lýkur. Mér finnst eðlilegt að með nýrri keppni taki nýir leikmenn við, enda hefur það sýnt sig að við erum með ungar og efnilegar stúlkur sem geta auðveldlega leyst þessa stöðu. Vissulega spila ég með Umeå út tímabilið í Svíþjóð og ef virkilega verður þörf fyrir mig, þegar þessir tveir leikir í undankeppni HM fara fram í október, þá verð ég í leikæfingu. En, jú, ég er hætt eftir þessa keppni í Svíþjóð, það er alfarið stefnan hjá mér. Það er eðlilegt að með nýrri keppni sem hefst í haust, taki nýir leikmenn við,“ sagði Katrín.

Til að leikurinn við Holland í Växjö í dag verði ekki hennar síðasti leikur verður Ísland að sigra, og komast áfram í 8 liða úrslitin.

„Við förum í leikinn við Holland til að sigra og annað kemst ekki að hjá mér. Liðið sem vill þetta meira mun fara með sigur af hólmi, og ég er viss um að það verðum við,“ sagði Katrín Jónsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin