Sif: Hundleiðinlegt að spila við okkur

Sif Atladóttir átti stórgóðan leik í vörn Íslands í kvöld þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu með því að sigra Hollendinga, 1:0, í Växjö.

Sif gjörþekkir Manon Melis, hinn stórhættulega framherja Hollendinga og var með hana í strangri gæslu allan tímann. „Já, ég þekki hana mjög vel úr sænsku deildinni og við höfum háð margar baráttur á vellinum. Við unnum baráttuna í dag. Þetta var bara skipulag og taktík sem gekk fullkomlega upp,“ sagði Sif við mbl.is eftir leikinn.

Hún hefur glímt við meiðsli og hafði ekki spilað nema í 60 mínútur í mótinu fyrir leikinn í kvöld. Sif viðurkenndi að hafa verið farin að finna fyrir meiðslunum þegar leið á leikinn, en það hefði ekki komið til greina annað en að spila hann til enda.

Sif sagði að varnarleikurinn hjá liðinu í heild hefði verið fyrsta flokks frá fyrstu mínútu til síðustu og allir leikmenn ættu heiður skilinn. Guðbjörg hefði síðan átt allt sem fór framhjá varnarmönnnum. „Það er eflaust hundleiðinlegt að spila við okkur,“ sagði Sif.

Hún sagði að sér væri nokkurn veginn sama hvort Svíar eða Frakkar yrðu mótherjar í átta liða úrslitunum, þó að vissulega yrði gaman að taka á Svíunum. Nú þyrfti bara að búa sig vel undir næsta leik.

Viðtalið við Sif í heild má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin