Ísland er úr leik á EM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lauk í dag keppni á Evrópumótinu í Svíþjóð þegar það tapaði, 4:0, fyrir Svíum í átta liða úrslitunum í Halmstad.

Þar með er heildarniðurstaðan sú að Ísland jafnaði sinn besta árangur í Evrópukeppni með því að komast í annað sinn í átta liða úrslit en áður gerðist það árið 1994 þegar Ísland tapaði heima og heiman, 2:4 samanlagt, fyrir Englendingum í átta liða úrslitum.

Íslenska liðið heldur nú heim en Svíar mæta Ítölum eða Þjóðverjum í undanúrslitum keppninnar í Gautaborg á miðvikudaginn.

Óhætt er að segja að Svíar hafi gert út um leikinn í Halmstad í dag á fyrstu 20 mínútunum því að þeim liðnum var staðan orðin 3:0 og fyrstu þrjú skot þeirra sem hittu á íslenska markið höfðu hafnað í netinu.

Maria Hammarström gaf tóninn strax á 3. mínútu með hörkuskoti rétt utan vítateigs. Josefina Öqvist bætti við marki á 14. mínútu eftir sendingu innfyrir vörnina og Lotta Schelin skoraði, 3:0, á 19. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.

Eftir þetta róaðist smám saman yfir leiknum og íslenska liðið fékk ein þrjú hálffæri þegar leið á hálfleikinn en ekki nóg til að ógna sænska markinu nægilega.

Vonir Íslands um endurkomu í leikinn voru svo endanlega gerðar að engu á 59. mínútu þegar Lotta Schelin fékk boltann inní vítateiginn og afgreiddi hann viðstöðulaust í netið, 4:0.

Eftir það gerðist fátt í leiknum, úrslitin voru ráðin, en að vanda barðist íslenska liðið af fullum krafti leikinn á enda.

Sara Björk Gunnarsdóttir fékk besta færi Íslands á 89. mínútu þegar hún komst inní vítateiginn og átti skot sem Kristin Hammarström i sænska markinu varði..

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Dóra María Lárusdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir. Sókn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Hönnudóttir.
Varamenn: Þóra B. Helgadóttir (m), Sandra Sigurðardóttir (m), Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Soffía A. Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen.

Lið Svíþjóðar: (4-4-2) Mark: Kristin Hammarström. Vörn: Jessica Samuelsson, Nilla Fischer, Charlotte Rohlin, Sara Thunebro. Miðja: Josefine Öqvist, Caroline Seger, Marie Hammarström, Sofia Jakobsson. Sókn: Lotta Schelin, Kosovare Asllani.
Varamenn: Hedvig Lindahl (m), Sofia Lundgren (m), Stina Segerström, Lina Nilsson, Amanda Ilestedt, Antonia Göransson, Emmelie Konradsson, Therese Sjögran, Elin Magnusson, Lisa Dahlkvist, Olivia Schough, Jenny Hjohlman.

Svíþjóð 4:0 Ísland opna loka
90. mín. Svíþjóð fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin