„Seinni hálfleikurinn einn sá besti“

Guðmundr Þórður Guðmundsson.
Guðmundr Þórður Guðmundsson. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna á Spánverjum, 27:23, í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik í Póllandi í gærkvöld.

„Við spiluðum á móti frábæru liði. Í fyrri hálfleik þá áttum við í erfiðleikum í vörninni og skoruðum ekki nægilega mörg mörk þar sem Arpad Sterbik sýndi mögnuð tilþrif í markinu. Í hálfleik sagði ég við strákana að þeir gætu bætt sig og þeir gerðu það.

Seinni hálfleikurinn er einn sá besti sem ég hef séð til liðsins og það verður að gefa leikmönnum mikið hrós. Þeir börðust mjög hart og ég er afar glaður,“ sagði Guðmundur við fréttamenn eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin