Kompany í nýju hlutverki

Vincent Kompany fer meiddur af velli í leik Manchester City …
Vincent Kompany fer meiddur af velli í leik Manchester City gegn Real Madrid í vetur. AFP

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City og belgíska landsliðsins í knattspyrnu karla, verður í nýju hlutverki á meðan lokakeppni Evrópumótsins stendur yfir í Frakklandi. Kompany er meiddur og getur af þeim sökum ekki leikið með belgíska liðinu og mun þess í stað vera hluti af sérfræðiteymi BBC.

Kompany sem hefur leikið 70 landsleiki fyrir Belgíu verður í stúdíói BBC í París ásamt Gary Lineker, Alan Shearer, Rio Ferdinand, Thierry Henry og Gianluca Vialli.

Þá eru Martin Keown, Jermaine Jenas, Danny Murphy, Robbie Savage, John Hartson, Dean Saunders, Chris Brunt, Neil Lennon, Gerry Armstrong, Mark Lawrenson, Kevin Kilbane og Jens Lehmann einnig í sérfræðiteymi BBC.

„Ég er vissulega vonsvikinn að geta ekki leika með belgíska liðinu í Frakklandi, en að vera á staðnum fyrir hönd BBC er það næstbesta í stöðunni, sagði Kompany í samtali við BBC.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 7. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 7. MAÍ

Útsláttarkeppnin