„Villt partý“ Ronaldos fyrir Íslandsleik

Correio da Manhã birti þessa mynd af Ronaldo, að því …
Correio da Manhã birti þessa mynd af Ronaldo, að því er virðist í einhvers konar súludansi, í fríinu sínu á Ibiza. Ljósmynd/Skjáskot

Á meðan liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu hafa búið sig af krafti undir EM karla í knattspyrnu, þar sem Portúgal mætir Íslandi í fyrsta leik, hefur Cristiano Ronaldo verið í fríi á Ibiza og notið þess að slaka á og skemmta sér með vinum sínum og vinkonum.

Ronaldo fékk aukahvíld eftir langt og strangt tímabil með Real Madrid sem lauk með því að hann skoraði sigurmarkið í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir viku síðan. Hann mætti hins vegar aftur til æfinga í dag með félögum sínum í landsliðinu, nú þegar níu dagar eru í að Ísland og Portúgal mætist í St. Etienne.

Portúgalskir og enskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Ronaldo þar sem hann nýtur lífsins á Ibiza. Þar má meðal annars sjá kappann í heitum dansi við föngulegan kvenmann, en ekki hefur komið fram hver hann er, auk þess sem Ronaldo sést dansa eins konar súludans.

Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir „villt partýstand“ hafa einkennt síðustu daga frísins hjá Ronaldo, þar sem hann hafi skemmt sér með vinum sínum, þeim José Semedo, Miguel Paixao, Ricardo Regufe og Goncalo Salgado. Paixao birti nokkrar myndir af hópnum á Instagram-síðu sinni, eins og sjá má hér að neðan.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BGJ0qRmki70/" target="_blank">Dream team ☀️😎</a>

A photo posted by Miguel paixão (@miguelpaixao7) on Jun 2, 2016 at 6:17am PDT

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BGFegKAEi1Z/" target="_blank">Amazing dinner with my bros!👌🔝</a>

A photo posted by Miguel paixão (@miguelpaixao7) on May 31, 2016 at 1:47pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka