7–8 þúsund Íslendingar á leiknum

Sporvagnarinir í St. Étienne eru með fána Íslands og Portúgals …
Sporvagnarinir í St. Étienne eru með fána Íslands og Portúgals í dag. Ljósmynd/uefa

Það er hvorki sól né hiti í Saint-Étienne í Frakklandi í dag en það kemur ekki í veg fyrir að stemmningin er að magnast upp fyrir leik Íslendinga og Portúgala sem fram fer á Stade Geoffroy-Guichard vellinum í St. Étienne í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma.

Það er skýjað og hitinn er í kringum 15 stig sem þykir ekki hátt á þessum árstíma í Frakklandi.

Sporvagnarnir í Saint-Étienne eru með fána Íslands og Portúgals á þakinu í tilefni dagsins en fjölmargir stuðningsmenn liðanna streyma nú til borgarinnar og má reikna með góðri stemmningu í bænum í dag áður en flautað verður til leiks.

Stade Geoffroy-Guichard-leikvangurinn tekur 41.500 áhorfendur og má reikna með því að hann verði þéttsetinn í kvöld. Búist er við því að 7–8 þúsund Íslendingar verði á leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin