Íbúar Þórshafnar í Færeyjum fjölmenntu í miðbæinn í kvöld og fylgdust með viðureign Íslands og Portúgals á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í beinni útsendingu af risaskjá sem settur var upp í tilefni leiksins. Þegar flautað var til leiksloka og ljóst að íslenska landsliðið hafði gert jafntefli tók við ósvikinn fögnuður með þessarar miklu frændþjóðar Íslendinga eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.
Fagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ
— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016