Stórkostleg byrjun á EM

Íslenska landsliðið byrjaði Evrópumótið með glæsibrag en 1:1 urðu úrslitin í viðureign Íslands og Portúgals í Saint-Étienne í kvöld.

Það var Birkir Bjarnason sem jafnaði metin fyrir Íslendinga á 50. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Portúgalar réðu ferðinni lengst af leiksins og þeir komust yfir á 31. mínútu þegar Nani skoraði af stuttu færi en strax í upphafi leiks fékk Gylfi Þór Sigurðsson mjög gott færi en skotið fór beint á markvörðinn.

Íslendingar fengu svo óskabyrjun í síðari hálfleik þegar Birkir jafnaði metin og með frábærri baráttu tókst íslenska liðinu að halda út gegn Cristiano Ronaldo og samherjum hans sem voru orðnir mjög pirraðir á baráttuglöðum leikmönnum Íslands sem sýndu svo sannarlega hetjulega baráttu. Alfreð Finnbogason kom inná undir lokin og komst í gott færi sem markvörður Portúgala varði og á lokamínútunum reyndu Portúgalar að knýja fram sigurmarkið en án árangurs.

Fyrsta stigið á Evrópumótinu í höfn og næsti leikur liðsins er á móti Ungverjum í Marseille á laugardaginn.

Portúgal 1:1 Ísland opna loka
90. mín. Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin