Hannes bjargaði okkur

Kári Árnason þakkar Hannesi Þór Halldórssyni fyrir góða markvörslu í …
Kári Árnason þakkar Hannesi Þór Halldórssyni fyrir góða markvörslu í leiknum gegn Portúgal. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Fyrri hálfleikurinn var okkur helvíti erfiður. Þeir fengu færi til að skora fleiri en eitt mark en Hannes bjargaði okkur og sérstaklega þegar hann varði skallann frá Nani. Hann var frábær í leiknum,“ sagði Kári Árnason við Morgunblaðið eftir jafnteflið gegn Portúgal, 1:1, í Saint-Étienne í gærkvöld.

„Í seinni hálfleik fannst mér við hafa góða stjórn á leiknum. Auðvitað hótuðu þeir okkur enda með frábært lið en mér fannst jöfnunarmark okkar slá þá töluvert út af laginu. Við hefðum svo alveg geta stolið sigrinum undir lokin. Eins og við höfum sýnt svo margoft þá er drulluerfitt að skora gegn okkur. Kannski var ekki rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út í manninn í aðdraganda marksins því þar með skildi ég Nani eftir. Mér fannst okkur takast bara vel í það heila að halda Ronaldo í skefjum. Samstarfið hjá okkur Ragga gengur vel og við vissum allan tímann hvar hann var,“ sagði Kári.

Sjá ítarlega umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin