Ungverska stórveldið sem breytti knattspyrnunni

Zoltán Stieber fagnar eftir að hafa gulltryggt Ungverjalandi sigur á …
Zoltán Stieber fagnar eftir að hafa gulltryggt Ungverjalandi sigur á Austurríki, 2:0, í fyrstu umferðinni á EM. AFP

Ungverjaland, andstæðingur Íslands í úrslitakeppni EM í Marseille á morgun, er eitt af stórveldum knattspyrnusögunnar og hefur líkast til átt eitthvert besta landslið allra tíma sem ekki tókst að vinna heimsmeistaratitilinn.

Það lið, með Ferenc Puskás í fararbroddi, umbreytti fótboltanum á sjötta áratug síðustu aldar og lagði grunninn að „total football“ sem Hollendingar með Johan Cruyff í fararbroddi útfærðu síðan enn betur tuttugu árum síðar.

Eftir áratuga lægð er ungverska liðið sem Ísland mætir í Marseille á morgun sennilega það besta í sögu þjóðarinnar undanfarin fjörutíu ár. Ungverjar benda sjálfir á skell sem þeir fengu gegn Sovétmönnum, 0:6, í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1986 í Mexíkó sem upphafið að hniguninni sem náði hámarki í júlí 1996 þegar lið Ungverja var í 87. sæti heimslista FIFA.

Öðrum botni náðu Ungverjar haustið 2007 þegar þeir urðu sjöttu af sjö liðum í sínum riðli í undankeppni EM og töpuðu þar m.a. fyrir Möltu.

Kreppa uppúr 1990

Kreppan sem ungverskur fótbolti gekk í gegnum um og uppúr 1990 var að miklu leyti afleiðing af versnandi fjárhag og því að ríkið hætti að styðja við bakið á stóru félögunum í landinu. Félög á borð við Ferencváros, Honvéd og Újpest höfðu verið stór á evrópskan mælikvarða. Ferencváros vann Borgakeppni Evrópu, forvera UEFA-bikarsins, árið 1965 með því að sigra Juventus í úrslitum. Liðið lék aftur til úrslita 1968, tapaði þá fyrir Leeds, og fékk líka silfurverðlaunin í UEFA-bikarnum árið 1975 eftir ósigur fyrir Dynamo Kiev í úrslitaleiknum.

Þegar ríkið hætti að styrkja félögin voru þau ekki lengur samkeppnishæf við stóru félögin í vesturhluta Evrópu og bestu leikmennirnir hurfu á braut.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin