Fín úrslit fyrir Ísland

Cristiano Ronaldo skömmu eftir að hann brenndi af vítaspyrnunni.
Cristiano Ronaldo skömmu eftir að hann brenndi af vítaspyrnunni. AFP

Portúgal og Austurríki gerðu markalaust jafntefli í annarri umferð F-riðils í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á Parc des Princes í París í kvöld. Cristiano Ronaldo brenndi af vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins. 

Þessi úrslit þýða að Ungverjar tróna á toppi riðilsins með fjögur stig, Ísland og Portúgal koma þar á eftir með tvö stig og Austurríki er á botni riðilsins með eitt stig. 

Sigur Íslands gegn Austurríki í lokaumferðinni tryggir liðinu sæti í 16 liða úrslitum mótins og jafntefli gæti dugað með hagstæðum úrslitum í leik Portúgals og Ungverjalands.  

90. Leik lokið með markalausu jafntefli. 

90. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 

89. Skipting hjá Portugal. Nani fer af velli og Silva fer af velli.  

87. Skipting hjá Austurríki. Ilsanker fer af velli og Wimmer kemur inná. 

86. Schöpf, leikmaður Austurríkis, fær gult spjald fyrir brot. 

85. Ronaldo, framherji Portúgal, skallar boltann í netið, en er réttilega dæmdur rangstæður og markið gildir því ekki. 

85. Skipting hjá Austurríki. Sabitzer fer af velli og Hinterseer kemur inná. 

83. Skipting hjá Portúgal. Gomes fer af velli og Eder kemur inná. 

79. Ronaldo, framherji Portúgals, skýtur í stöngina úr vítaspyrnunni, en hann er fyrsti leikmaðurinn til þess að brenna af vítapsyrnu í mótinu. 

78. Hinteregger, leikmaður Austurríkis, er áminntur með gulu spjaldi fyrir að brjóta á Ronaldo, framherja Portúgals, og vítaspyrna dæmd.

71. Skipting hjá Portúgal. Quaresma fer af velli og Mario kemur inná.  

65. Ronaldo, framherji Portúgals, með skot yfir mark Austurríkis úr aukaspyrnu. Þetta er 36. aukaspyrna Ronaldos á stórmóti sem ratar ekki í markið. 

65. Skipting hjá Austurríki. Alaba fer af velli og Schöpf kemur inná. 

60. Fuchs, leikmaður Austurríkis, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

56. Ronaldo, framherji Portúgals, með skalla eftir hornspyru Quaresma, en Almer, markvörður Austurríkis ver. 

55. Ronaldo, framherji Portúgals, með fast og gott skot sem Almer, markvörður Austurríkis gerir vel í að verja. 

47. Harnik, leikmaður Ausurríkis, er áminntur með gulu spjaldi fyrir tæklingu. 

46. Ilsanker, leikmaður Austurríkis, með skot sem Rui Patrício, markvörður Portúgals ver.

46. Seinni hálfleikur er hafinn. Austurríki byrjar með boltann. 

45. Hálfleikur. Staðan er markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Austurríkismenn byrjuðu leikinn betur og áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins. Portúgalar voru sterkari aðilinn meirihluta leiksins og hafa fengið fleiri hættuleg færi. 

41. Alaba, leikmaður Austurríkis, með hættulega fyrirgjöf, en Vierinha kemur boltanum í burtu áður en Arnautovic nær til boltans. Mikilvæg hreinsun hjá Vierinha þar sem Arnautovic var í upplögðu marktækifæri. 

39. Pepe, leikmaður Portúgals, fær gult spjald fyrir brot. 

37. Ronaldo fær boltann í vítateig Austurríkis eftir skalla frá Quaresma, en Almer, markvörður Austurríkis, var slakt skot Ronaldos. 

32. Harnik, framherji Austurríkis, við það að sleppa í gegn eftir klaufagang í uppspili Portúgals, en R. Carvalho nýtir alla sína reynslu til þess að bægja hættunni frá. 

31. Quaresma, leikmaður Portúgals, er áminntur með gulu spjaldi fyrir almenn leiðindi. 

29. Nani, framherji Portúgals, með skalla í stöngina eftir hornspyrnu. Moutinho nær frákastinu og skýtur yfir mark Austurríkis. Þarna voru Austurríkismenn stálheppnir að lenda ekki undir. 

21. Ronaldo skýtur rétt framhjá marki Austurríkis í upplögðu marktækifæri eftir frábæran undirbúning hjá R. Guerreiro sem lagði boltann út á Ronaldo sem tókst ekki að hitta markið.  

18. Carvalho með skalla framhjá marki Austurríkis eftir hornspyrnu Quaresma.  

12. Nani, framherji Portúgals, sleppur skyndilega í gegnum vörn Austurríkis, en Almer, markvörður Austurríkis, bjargar með góðu úthlaupi. Vierinha, hægri bakvörður Portúgals, skýtur svo rétt utan vítateigs Austurríkis og Almer ver aftur. 

6. Nani, framherji Portúgals, með skot sem fer framhjá marki Austurríkis. 

4. Quaresma með fyrsta skot Portúgals, en hann hittir ekki mark Austurríkis. 

3. Austurríki fær fyrsta færi leiksins. Sabitzer með hárnákvæma fyrirgjöf sem ratar beint á kollinn á Harnik sem skallar boltann framhjá marki Portúgal af stuttu færi. 

1. Leikurinn er hafinn. Portúgal byrjar með boltann. 

0. Portúgal er með eitt stig eftir 1:1 jafntefli liðsins við Ísland á þriðjudagskvöldið, en Austurríki er án stiga eftir 2:0 tap liðsins gegn Ungverjum fyrr á sama degi.

Byrjunarlið Portúgals: Rui Patricio - Vieirinha, Pepe, R. Carvalho, Guerreiro - Joao Moutinho, W. Carvalho - Quaresma, André Gomes - Ronaldo, Nani.

Byrjunarlið Austurríkis: Almer - Klein, Prödl, Hinteregger, Fuchs - Harnik, Ilsanker, Alaba, Baumgarlinger, Arnautovic - Sabitzer.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin