„Grátlega nærri því að komast áfram“

Hannes Þór Halldórsson í leiknum gegn Ungverjum í Marseille í …
Hannes Þór Halldórsson í leiknum gegn Ungverjum í Marseille í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við erum auðvitað svekktir með þessa niðurstöðu og hrikalega svekkjandi að fá sig jöfnunarmark undir lokin,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Ungverjum á EM í kvöld.

„Við vorum grátlega nærri því að komast áfram en við spiluðum ekki vel. Vorum of varnarsinnaðir en við ætlum að vera í toppformi gegn Austurríkismönnunum,“ sagði Hannes Þór.

„Stemningin í klefanum var þung, þetta er álíka svekkjandi jafntefli og jafnteflið við Portúgal var ánægjulegt, og það er náttúrlega útaf því hvernig leikurinn spilaðist. Við vorum örfáum mínútum frá því að komast í sextán liða úrslit. Við höfum aldrei áður fengið á okkur mark með þessum hætti þegar við erum að halda út eins marks forystu á síðustu mínútum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi það með landsliðinu að vera með sigurinn nánast í höfn og vinna ekki.

Þetta er því mjög fúlt en sem betur fer er þetta enn galopið og í okkar höndum svo við svekkjum okkur bara í kvöld en förum síðan aftur upp á tærnar og klárum þetta í næsta leik," sagði Hannes.

Verður erfitt að gleyma þessu?

Nei, það verður það ekki. Þetta jafntefli á eftir að svíða og kveikja meira í okkur. Við ætlum okkur áfram, við höfum alltaf ætlað okkur áfram, og nú er bara ein leið til þess. Hún er sú að vinna næsta leik og við höfum sýnt að við getum unnið leiki gegn stórum og erfiðum þjóðum og við ætlum að gera það.

Markið sem Ungverjar skoruðu, hvernig var það frá þínu sjónarhorni?

Ég man ekki hvað  gerðist fyrr en hann gaf fyrir markið. Þetta er staða sem er erfið, hann setur boltann lágan inní teiginn og maður veit ekkert hvað er fyrir aftan sig. Ég horfi á þetta frá markmannshliðinni er alltaf vænlegast til árangurs að fara og reyna að ná að fá snertingu á boltann og reyna að stýra honum frá þeim sem hann er að reyna að gefa á. Ég held að ég hafi náð pínkulítilli snertingu, en ekki nógu mikilli þannig að boltinn fór því miður framhjá mér, Birkir náði ekki að hreinsa hann, og því fór sem fór," sagði Hannes Þór Halldórsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin