„Líður eins og eftir tapleik“

Kolbeinn í harðri baráttu við varnarmanninn Juhász í Marseille í …
Kolbeinn í harðri baráttu við varnarmanninn Juhász í Marseille í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Ungverjum á EM í kvöld þar sem niðurstaðan varð 1:1 í Marseille.

„Við ætluðum að sigla þessu í höfn en við lágum aftarlega og það of lengi. Við gerðum okkur erfitt fyrir að tapa boltanum of oft, við héldum boltanum illa og það vantaði ró í okkar leik,“ sagði Kolbeinn, sem var valinn besti maður leiksins.

„Við erum auðvitað svekktir og það var grátlegt að missa leikinn niður í jafntefli svona undir lokin. Mér líður eins og eftir tapleik en það sem er jákvætt er að við höfum ekki enn tapað leik í mótinu og fram undan er stórleikur á móti Austurríki,“ sagði Kolbeinn.

„Ég verð að hrósa ungverska liðinu sem spilaði mjög vel og kannski var það sanngjarnt að þeir jöfnuðu metin. Það er ljóst að við verðum að bæta okkar leik og ég veit að við komum sterkari til baka eftir þennan leik,“ sagði Kolbeinn.

Kolbeinn í baráttunni gegn Ungverjum í kvöld.
Kolbeinn í baráttunni gegn Ungverjum í kvöld. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin