Fleiri marktilraunir en níu lið

Það hefur fátt gengið upp hjá Ronaldo í Frakklandi hingað …
Það hefur fátt gengið upp hjá Ronaldo í Frakklandi hingað til. AFP

Lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá portúgalska landsliðsfyrirliðanum Cristiano Ronaldo á EM í knattspyrnu.

Eins og frægt varð gagnrýndi Ronaldo íslensku landsliðsmennina eftir 1:1-jafntefli Portúgals og Íslands í fyrsta leik F-riðils og sagði að Ísland væri smáþjóð sem myndi aldrei vinna neitt. 

Þessum mikla markaskorara hafa verið mislagðir fætur upp við mark andstæðinganna hingað til. Hann hefur átt 20 marktilraunir en engin þeirra hefur endað í netinu. Hann fékk upplagt tækifæri til að komast á blað en skaut boltanum í stöngina á marki Austurríkis í markalausu jafntefli þjóðanna í gær.

Tuttugu marktilraunir Ronaldos eru fleiri en marktilraunir níu liða á Evrópumótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin