Ísland unnið sér inn mikla virðingu

Mikið er fjallað um íslenska stuðningsmenn í austurrískum fjölmiðlum og …
Mikið er fjallað um íslenska stuðningsmenn í austurrískum fjölmiðlum og þeim er hrósað mikið fyrir sitt framlag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Morgunblaðið setti sig í samband við Patrek Jóhannesson, landsliðsþjálfara Austurríkismanna í handknattleik, og fékk hann til að spá í spilin fyrir leik Íslendinga og Austurríkismanna sem mætast í lokaumferð riðlakeppninnar í París á miðvikudagskvöldið.

„Varðandi leikinn við okkur þá er það klárt mál að þeir munu nálgast hann með virðingu og það sem ég heyri og les er einfaldlega það að íslenska landsliðið í knattspyrnu er búið að vinna sér inn mikla virðingu fyrir sinn leik sem er nákvæmlega það sem ég vil t.d. gera með mín lið sem ég þjálfa. Hvað er það? Frábært skipulag, vinnusemi 100% og samstaða leikmanna einnig.

Ég segi oft að það besta er þegar leikmenn ná að setja sitt eigið „egó“ inn í liðið og það finnst mér íslenska liðið hafa gert. Er hrikalega stoltur af því hvernig þeir auglýsa okkur og vona innilega að þeir vinni leikinn á miðvikudaginn. Einnig er mikið fjallað um okkar stuðningsmenn í fjölmiðlum í Austurríki þar sem þeir fá mikið lof fyrir sína nálgun á því hvernig á að styðja knattspyrnulið og við megum vera stolt af því!“

Viðtalið í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin