Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa birt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki í lokaumferð F-riðils Evrópukeppninnar í knattspyrnu en viðureign þjóðanna hefst kl. 16.00 á Stade de France í útjaðri Parísar.
Þeir ætla að halda sig við sömu ellefu og hófu leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi í fyrstu tveimur umferðunum og hafa því stillt upp sama byrjunarliði í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar.
Liðið er því þannig skipað:
Mark:
Hannes Þór Halldórsson
Vörn:
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Miðja:
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Sókn:
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson
Varamenn:
Ögmundur Kristinsson (m)
Ingvar Jónsson (m)
Haukur Heiðar Hauksson
Hjörtur Hermannsson
Sverrir Ingi Ingason
Rúnar Már Sigurjónsson
Theódór Elmar Bjarnason
Hörður Björgvin Magnússon
Emil Hallfreðsson
Arnór Ingvi Traustason
Eiður Smári Guðjohnsen
Í leikbanni:
Alfreð Finnbogason