Ekki lokaleikur minn, segir Lagerbäck

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

„Það er gott að vera komnir til Parísar og eiga leik hérna. Við eigum ágæta möguleika á að komast áfram úr riðlakeppninni, hjá okkur er allt í góðu lagi, við höfum hugsað eins vel um liðið og hægt er undanfarna þrjá daga og hlökkum til leiksins við Austurríki,“ sagði Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, í gær.

Lars hættir sem kunnugt er störfum eftir þessa keppni. „Ég mun ekki setjast algjörlega í helgan stein en því miður er störfum mínum hjá Íslandi að ljúka. Ég tel hins vegar alls ekki að þetta verði síðasti leikur minn með liðið. Strákarnir hafa þegar gert frábæra hluti og eiga virkilega góðan möguleika á að komast áfram. Ég hef góða tilfinningu fyrir því,“ sagði Lars þegar hann var spurður um horfurnar á því að þetta yrði lokaleikur hans með liðið.

Um frammistöðu íslenska liðsins sagði sænski þjálfarinn. „Í þessum tveimur leikjum hefur heildarframmistaða liðsins verið mjög góð. Það skref að koma hingað hefur ekki reynst of stórt, það eina sem vantar er aðeins betri sóknarleikur, en hins vegar hafa marktækifærin verið nýtt nokkuð vel. Menn þurfa að vera aðeins yfirvegaðri, halda boltanum betur og vera skynsamari þegar við erum yfir, en strákarnir hafa staðið sig stórkostlega til þessa. Minnumst þess að þetta er þeirra fyrsta stórmót og andlegi styrkurinn í liðinu er algjörlega magnaður.

Við eigum góða möguleika, ég tel að pressan á liði Austurríkis sé meiri en á okkur,“ sagði Lagerbäck.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin