Ungverjar og Portúgalir skildu jafnir, 3:3 í bráðfjörugum leik í lokaumferð F-riðils. Portúgalinn Cristiano Ronaldo kom sínum mönnum tvívegis til bjargar í leiknum og skoraði tvö mörk en Ungverjar komust þrisvar sinnum yfir.
Unverjar vinna F-riðilinn og mæta 2. sætinu í E-riðli en það skýrist á eftir hvaða lið það verður.
Portúgal varð í 3. sæti riðilsins þar sem Ísland vann Austurríki 2:1 og mæta Ronaldo og félagar annað hvort Króötum eða Þýskalandi í 16-liða úrslitunum.
Fyrirliði Ungverja, Zoltan Gera, kom þeim yfir með góðu skoti á 19 mínútu en Nani jafnaði metin á 42. mínútu.
Balázs Dzsudzsák skoraði næstu tvö mörk Ungverja og kom þeim tvívegis yfir en Cristiano Ronaldo jafnaði metin í bæði skiptin.
90. Leik lokið!!!!!!
90. Erum að sigla inn í uppbótartíma. Bæði lið fara áfram á þessum úrslitum og Portúgalir mæta Englandi í 16-liða úrslitunum verði þetta lokatölur og 1:1 hjá Íslandi. Ungverjaland vinnur riðilinn og mætir 2. sæti í E-riðli en það skýrist á eftir.
78. Staðan ennþá 3:3. Hér má sjá síðustu tvö mörk sem Síminn birtir á Twitter-síðu sinni.
Ótrúlegur leikur hjá #POR og #HUN. Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
71. Verði þetta lokatölurnar lendir Ísland í 3. sæti og fer áfram, og Portúgal í 2. sæti, og Ungverjar vinna riðilinn.
62. MARK! Cristiano Ronaldo skorar með skalla og jafnar enn á ný fyrir Portúgal! Þvílíkur leikur! Ricardo Quaresma með sendinguna á Ronaldo.
55. MARK!!!! Balázs Dzsudzsák er að gera Portúgölum lífið leitt en þvílíkur leikmaður! Rekur knöttinn aðeins út í teig og á frábært skot í fjærhornið! Staðan 3:2.
50. MARK! Cristiano Ronaldo hælar boltann eins og ekkert sé eðlilegra og í netið! Jafnar metin fyrir sína menn! Er nú eini leikmaðurinn sem hefur skorað á fjórum Evrópumeistaramótum í röð.
47. Ungverjar komast yfir! Balázs Dzsudzsák með markið sem kom eftir aukaspyrnu en átti viðkomu í varnarmann og fór þaðan inn!
46. Síðari hálfleikur hafinn!
45. Kominn hálfleikur.
42. Nani jafnar metin með góðu skoti úr teignum. Staðan 1:1.!
36. Ef leikurinn endar svona eru Portúgalar á heimleið! Halda boltanum mikið mun meira en Ungverjar.
19. MARK! Staðan er 1:0 fyrir Ungverja! Ungverjar eru komnir yfir gegn Portúgal! Zoltán Gera með frábært mark! Fékk boltann af um 20 metra færi og þrumaði knettinum í bláhornið!
13. Portúgalar hefja leikinn betur. Hafa nú þegar fengið þrjár hornspyrnur en ekki náð að gera sér mat úr þeim.
1. Leikurinn er hafinn!
0. Byrjunarliðin eru klár.
Portúgal: Patricio, Vierinha, Pepe, R. Carvalho, Eliseu, W. Carvalho, Moutinho, Mario, Gomes, Nani, Ronaldo.
Ungverjaland: Kiraly, Lang, Guzmics, Juhasz, Kadar, Kleinheisler, Gera, Nagy, Stieber, Priskin, Dzsudzsak.