„Við eigum þetta allir skilið“

Strákarnir fagna marki Arnórns Ingva í dag.
Strákarnir fagna marki Arnórns Ingva í dag. AFP

„Ég sá Elm­ar með bolt­ann og hann renn­ir hon­um fal­lega á mig. Hann fór síðan ein­hvern veg­inn inn,“ sagði Arn­ór Ingvi Trausta­son í viðtali við Guðmund Bene­dikts­son í Sjón­varpi Sím­ans þegar Arn­ór var beðinn að lýsa sig­ur­mark­inu sem hann skoraði  í 2:1-sigr­in­um á Aust­ur­ríki á EM nú fyr­ir stundu.

Hann sagði til­finn­ing­una eft­ir leik ótrú­lega en stuðnings­menn Íslands sungu og trölluðu lengi eft­ir leik. „Ég er enn þá með hroll, þetta er ótrú­legt. Horfðu á þá (stuðnings­menn­ina) í al­vöru talað, þetta er ótrú­legt. Það eru hvað 10 þúsund manns hérna.“

Arn­ór var ánægður með byrj­un­ina á leikn­um en fannst liðið falla full­mikið til baka í seinni hálfleik. „Við byrjuðum leik­inn vel og náðum að halda bolt­an­um. Við féll­um allt of aft­ar­lega í seinni hálfleik en viss­um að við vær­um áfram í 1:1 en svo náðum við einni sókn þarna.“

Ísland mæt­ir Englandi í 16-liða úr­slit­um og Arn­ór hlakk­ar til þess. „Eng­land er næst og við för­um að und­ir­búa okk­ur und­ir það. Við eig­um þetta all­ir skilið, þetta er svo frá­bær hóp­ur. Við erum enn þá tap­laus­ir og höld­um því von­andi áfram.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin