Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kostar minna en einn leikmaður enska landsliðsins. Fréttastofa Sky Sports tók saman yfirlit sem leiðir til þessarar mögnuðu staðreyndar.
Þegar Raheem Sterling gekk í raðir Manchester City frá Liverpool kostaði hann félagið 49 milljónir punda, eða 8,3 milljarða íslenskra króna. Það er meira en samanlagt verð allra 23 íslensku landsliðsmannanna við þeirra síðustu félagaskipti.
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar kostaði 16,5 millljónir punda ef miðað er við síðustu félagaskipti þeirra. Sambærilegt byrjunarlið Englands kostaði 131,5 milljónir.
Það sem íslensku landsliðsmenninir kostuðu við síðustu félagaskipti:
Hannes Þór Halldórsson - 300 þúsund pund, frá Sandnes Ulf til NEC Nijmegen
Ragnar Sigurðsson - 4,25 milljónir punda, frá FC København til Krasnodar.
Kári Árnason - á frjálsri sölu frá Rotherdam til Malmö.
Ari Freyr Skúlason - 263 þúsund pund, frá Sundsvall til Odense.
Birkir Már Sævarsson, 375 þúsund pund, frá Brann til Hammarby.
Aron Einar Gunnarsson, á frjálsi sölu frá Coventry til Cardiff
Birkir Bjarnason, 2 milljónir punda, frá Pescara til Basel.
Arnór Ingvi Trastaon, 1,9 milljónir punda, frá Norrköping til Rapid Wien.
Theódór Elmar Bjarnason, á frjálsri sölu frá Randers til Århus.
Gylfi Þór Sigurðsson, 10 milljónir punda, frá Tottenham til Swansea.
Jóhann Berg Guðmundsson, á frjálsri sölu frá AZ til Charlton.
Kolbeinn Sigþórsson, 3 milljónir punda, frá Ajax til Nantes.
Jón Daði Böðvarsson, á frjálsri sölu frá Viking til Kaiserslautern.
Eiður Smári Guðjohnsen, á frjálsri sölu, frá Shijazhuang til Molde.
Alfreð Finnbogason, 4 milljónir punda, frá Real Sociedad til Augsburg.
Emil Hallfreðsson, 1 milljón punda, frá Hellas Verona til Udinese
Þá eru eftir þeir Sverrir Ingi Ingason (525 þúsund pund), Rúnar Már Sigurjónss. (75 þúsund pund), Hörður Björgvin Magnússon (38 þúsund pund), Hjörtur Hermannsson (frjáls sala), Haukur Heiðar Hauksson (38 þúsund pund), Ögmundur Kristinsson (frjáls sala), Ingvar Jónsson (frjáls sala).