Þaggaði niður í þeim öllum

Cristiano Ronaldo fagnar marki gegn Ungverjalandi á dögunum.
Cristiano Ronaldo fagnar marki gegn Ungverjalandi á dögunum. AFP

Cristiano Ronaldo og fé­lag­ar í Portúgal mæta Króa­tíu í 16-liða úr­slit­um Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu. Ronaldo sjálf­ur er þess full­viss að Portúgal hafi það sem þarf til að fara alla leið.

„Ég held það. Portúgal hef­ur góða leik­menn í bestu deild­um í heimi. Hvers vegna ekki?“ er haft eft­ir Ronaldo í London Even­ing Stand­ard um það hvort Portúgal gæti farið alla leið og unnið EM.

„Ég hef alltaf sagt að það er minn draum­ur að vinna bik­ar fyr­ir þjóð mína. Það er mögu­leiki á að það ger­ist. Það er flókið og erfitt en við mun­um gera allt,“ sagði Ronaldo.

Eft­ir að hafa valdið miklu fjaðrafoki í fjöl­miðlum fyr­ir leik­inn gegn Ung­verjalandi, þar sem Ronaldo virt­ist hafa allt og alla á horn­um sér, skoraði hann tví­veg­is í leikn­um og tryggði Portúgal naum­lega áfram­hald­andi veru á EM. Það kom liðsfé­laga hans, Nani, ekki mikið á óvart.

„Það vita all­ir hvað Cristiano get­ur gert, hvenær sem er, á hvaða mín­útu sem er í leikj­um,“ sagði Nani og hélt áfram:

„Hann er frá­bær leikmaður sem á einnig erfiða tíma. Hann sýndi það gegn Ung­verjalandi þegar all­ir voru að tala um hann. Hann hef­ur þaggað niður í þeim öll­um núna,“ sagði Nani.

Nani og Ronaldo eru góðir félagar.
Nani og Ronaldo eru góðir fé­lag­ar. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin