Áttuðu sig ekki á íslensku geðveikinni

Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði Íslands í lokin.
Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði Íslands í lokin. AFP

„Ég held að þeir hafi ekki reiknað með okkur svona og áttað sig á íslensku geðveikinni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir að farseðillinn í átta liða úrslit var klár með mögnuðum 2:1-sigri á Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld.

„Það er virkilega erfitt að setja þetta í orð. Ég er á því að við áttum þetta fyllilega skilið. Markið sem við fengum á okkur snemma kveikti bara í okkur. Við gerðum hlutina rétt og gerðum þá vel og komum þeim í opna skjöldu. Við ætluðum að koma þeim á óvart frá byrjun og gerðum það. Þeir réðu í rauninni ekkert við okkur,“ sagði Aron Einar.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki viss um að geta klárað leikinn. En það gerði hann og það með glæsibrag.

„Ég var tvísýnn á það hvort ég ætti að halda áfram í seinni hálfleik. Ég var farinn að finna til í náranum en einhvern veginn komst ég í gegnum þennan leik. Ég skil ekki alveg hvernig, en held að adrenalínið hafi gert vart við sig.“

Aron segist ekki geta æft mikið, mest daginn fyrir leik en reynir að taka eins mikinn þátt og hann getur. Honum er hins vegar tjaslað saman fyrir leikina.

„Þetta er búið að taka aðeins á. En sjúkrateymið hefur gert alveg fáránlega hluti að koma mér í gang fyrir þessa leiki. Ég bara skil ekki hvernig. Ég veit heldur ekki hvernig ég gat tekið sprettinn í lokin til að fagna. Það var bara adrenalínið,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar Gunnarsson fagnaði innilega er flautað hafði verið til …
Aron Einar Gunnarsson fagnaði innilega er flautað hafði verið til leiksloka. AFP
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. AFP
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld. AFP
Aron Einar réði sér ekki fyrir kæti og gleði í …
Aron Einar réði sér ekki fyrir kæti og gleði í leikslok. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin