Þetta er afar stórt og epískt

Hannes Þór Halldórsson var frábær milli stanganna á marki íslenska …
Hannes Þór Halldórsson var frábær milli stanganna á marki íslenska liðsins í kvöld. AFP

„Ég veit ekki hvað skal segja eftir svona leik. Þetta er svo stórt og epískt. Það er alltaf þannig að þegar við erum yfir og það er korter eftir þá finnst mér sigurinn vera að nálgast. Við héldum skipulaginu allan tímann og vorum þéttir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Símann Sport 2:1 sigur gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í kvöld. 

„Nú höldum við bara áfram. Þetta er risafrétt og ég hlakka til að lesa viðbrögðin. Við munum kíkja á umfjöllun á netinu í kvöld og baða okkur í sviðsljósinu í kvöld, en svo þurfum við að fara aftur niður á jörðina og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Frökkum. Okkur langar lengra og við förum alla leiki og stefnum á sigur,“ sagði Hannes enn fremur. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin