Stuðningsmenn velska karlalandsliðsins í knattspyrnu fögnuðu sigri liðsins á Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld á fremur kunnuglegan hátt en þeir notuðu víkingaklappið sem íslenska landsliðið hefur gert frægt á mótinu.
Víkingaklappið er heldur betur orðið þekkt á Evrópumótinu en stuðningsmenn ásamt leikmönnum hafa boðið upp á sýningu eftir leiki þar sem klappið er framkvæmt. Það var upphaflega tekið frá skoska liðinu Motherwell en fleiri eru farnir að nota klappið.
Stuðningsmenn velska landsliðsins notuðu klappið eftir sigur Wales á Belgíu í kvöld og virtust margir afar ósáttir með þennan gjörning þeirra. Hægt er að sjá twitterfærslur hér fyrir neðan.
Wales copying Iceland there with the hand clap, whats the word for people like that? Sheep?
— Luke Dixon (@efc_dixon) July 1, 2016
Wales borrowing Iceland's postgame chant/clap. They won't be the last
— Jerry Palm (@jppalmCBS) July 1, 2016
Now Wales are bantering England with the Iceland clap celebration 🙈🙈🙈
— Alex Howell (@iamAlexHowell) July 1, 2016
Incredible performance tonight and great tournament for Wales but please stop doing that Iceland hand clap thing.
— Farley (@FarleyWrites) July 1, 2016