Gerðum ekki lítið úr íslenska þjóðsöngnum

Ríkharður Daðason skallar boltann yfir Fabian Barthez markvörð Frakka og …
Ríkharður Daðason skallar boltann yfir Fabian Barthez markvörð Frakka og kemur Íslandi yfir í leiknum eftirminnilega haustið 1998. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, man vel eftir atvikinu þegar frönsku landsliðsmennirnir hlógu þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir fyrir landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum haustið 1998.

Hann var spurður um þetta atvik á fréttamannafundi Frakka á Stade de France í morgun og sagði að þetta væri sér minnisstætt.

„Já, ég man þetta vel og margir mistúlkuðu það sem átti sér stað. Enginn okkar gerði lítið úr íslenska þjóðsöngnum. Málið var að sá sem söng franska þjóðsönginn gerði það öðruvísi en við eigum að venjast. Sumum fannst þetta fyndið og fóru að hlæja,“ sagði Deschamps, en leikur liðanna endaði með óvæntu jafntefli, 1:1.

„Þessi leikur kippti okkur niður á jörðina því við vorum uppi í skýjunum eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn um sumarið, en urðum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hversu langt það hefur náð, og menn gleyma því stundum hve marga atvinnumenn Ísland á og marga leikmenn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni. Það eru engir smá leikmenn og það er engin tilviljun að Ísland skuli vera hérna. Ísland hefur áður gert frábæra hluti í fótboltanum og liðið átti skilið að vinna England,“ sagði Deschamps í framhaldi af þessari umræðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin