Löw gleymdi Íslendingum

Joachim Löw ræðir við sína menn fyrir framlenginguna gegn Ítölum …
Joachim Löw ræðir við sína menn fyrir framlenginguna gegn Ítölum í gærkvöld. AFP

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, sagði að lið sitt ætti fyrir höndum erfiðan undanúrslitaleik gegn Frökkum eftir að hafa sigrað Ítali í framlengdri og dramatískri vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitunum í Bordeaux í gærkvöld.

Þjóðverjar leika gegn sigurvegaranum úr leik Frakka og Íslendinga, sem fram fer á Stade de France í kvöld, og Löw var ekki í vafa eftir leikinn um hvort liðið það yrði.

„Frakkar verða öðruvísi andstæðingar en Ítalir og nú förum við að skoða hvernig best verði að spila gegn þeim,“ sagði Löw eftir leikinn, en hann var þá spurður hvernig varnarleik hann myndi spila gegn Frökkum.

Hann áttaði sig svo á hlutunum og bætti við: „... eða Íslendingum.“

„Ég tel að Frakkar séu mun líklegri, Íslendingar hafa komið á óvart og spila vel skipulagðan varnarleik svo þetta verður ekki einfalt fyrir franska liðið. En ef Frakkar spila af eðlilegri getu tel ég að þeir fari í undanúrslit,“ sagði Löw.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin