Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í leiknum gegn Frakklandi í átta liða úrslitum en staðan er 5:1 fyrir Frakkland.
Frakkar voru með fjögurra marka forystu að loknum fyrri hálfleik en Kolbeinn minnkaði muninn með laglegu marki á 56. mínútu. Frakkar bættu fimmta marki sínu við skömmu eftir að Kolbeinn minnkaði muninn.
Mark Kolbeins má sjá hér fyrir neðan:
Stúkan syngur enn. Þetta er fallegt. Hér er mark Kolbeins. #EMÍsland #ISL https://t.co/JMCuxGRElu
— Síminn (@siminn) July 3, 2016