„Það verður erfitt“

Heimir Hallgrímsson eftir leikinn í kvöld.
Heimir Hallgrímsson eftir leikinn í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ef maður á að vera heiðarleg­ur þá var maður í hálf­gerðu sjokki eft­ir þenn­an fyrri hálfleik,“ sagði Heim­ir Hall­gríms­son landsliðsþjálf­ari við mbl.is eft­ir tapið gegn Frökk­um í átta liða úr­slit­um Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu í kvöld.

„Þetta hefði getað orðið verri skell­ur en hann varð í raun­inni. Það væri ófag­legt að ræða eða giska á ein­hverj­ar mögu­leg­ar ástæður fyr­ir spila­mennsku liðsins í fyrri hálfleik. Við mun­um setj­ast niður með strák­un­um og ræða um hvort þetta hafi verið and­legt, lík­am­legt, þreyta eða hvort menn hafi verið orðnir sadd­ir. Þetta fer allt í reynslu­bank­ann,“ sagði Heim­ir.

„All­ir þess­ir Íslend­ing­ar sem hafa verið í Frakklandi eru bún­ir að vera al­gjör sómi og maður er ekk­ert síður stolt­ur af því að vera Íslend­ing­ur út af þeim en ekki bara af strák­un­um sem voru að spila. Stuðnings­menn­irn­ir voru al­veg frá­bær­ir og lýs­andi fyr­ir þá að þrátt fyr­ir þetta stóra tap fögnuðu þeir okk­ur,“ sagði Heim­ir.

Nú ertu orðinn einn í brúnni þar sem Lars er hætt­ur. Hvernig verður það fyr­ir þig?

„Það verður erfitt og við viss­um það. Þess vegna var ég bú­inn að und­ir­stinga það að það verður erfitt að mó­tívera alla eft­ir þessa keppni. Það verður mikið spennu­fall. Það er svo margt sem breyt­ist og nú eru kröf­urn­ar orðnar miklu meiri. Nú vill fólk að Ísland verði alltaf í loka­keppn­um en það er fylgi­fisk­ur þegar vel geng­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin