„Það verður erfitt“

Heimir Hallgrímsson eftir leikinn í kvöld.
Heimir Hallgrímsson eftir leikinn í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ef maður á að vera heiðarlegur þá var maður í hálfgerðu sjokki eftir þennan fyrri hálfleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við mbl.is eftir tapið gegn Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta hefði getað orðið verri skellur en hann varð í rauninni. Það væri ófaglegt að ræða eða giska á einhverjar mögulegar ástæður fyrir spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. Við munum setjast niður með strákunum og ræða um hvort þetta hafi verið andlegt, líkamlegt, þreyta eða hvort menn hafi verið orðnir saddir. Þetta fer allt í reynslubankann,“ sagði Heimir.

„Allir þessir Íslendingar sem hafa verið í Frakklandi eru búnir að vera algjör sómi og maður er ekkert síður stoltur af því að vera Íslendingur út af þeim en ekki bara af strákunum sem voru að spila. Stuðningsmennirnir voru alveg frábærir og lýsandi fyrir þá að þrátt fyrir þetta stóra tap fögnuðu þeir okkur,“ sagði Heimir.

Nú ertu orðinn einn í brúnni þar sem Lars er hættur. Hvernig verður það fyrir þig?

„Það verður erfitt og við vissum það. Þess vegna var ég búinn að undirstinga það að það verður erfitt að mótívera alla eftir þessa keppni. Það verður mikið spennufall. Það er svo margt sem breytist og nú eru kröfurnar orðnar miklu meiri. Nú vill fólk að Ísland verði alltaf í lokakeppnum en það er fylgifiskur þegar vel gengur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin