Var með lífið í lúkunum

Jonas Hector fagnar marki sínu.
Jonas Hector fagnar marki sínu. AFP

Þýski bakvörðurinn Jonas Hector segist hafa verið með lífið í lúkunum áður en hann tók vítaspyrnuna sem tryggði Þjóðverjum sigurinn gegn Ítölum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi í gær.

Í ótrúlegri vítaspyrnukeppni þar sem sjö leikmönnum brást bogalistin var það Hector sem skoraði sigurmarkið og Þjóðverjar mæta Frökkum eða Íslendingum í undanúrslitunum í Marseille á fimmtudaginn.

„Ég vissi að ég yrði að taka vítaspyrnu á einhverjum tímapunkti og ég var með lífið í lúkunum. Það er erfitt að setja þetta í orð en ég var yfir mig ánægður að sjá boltann fara inn,“ sagði þessi 26 ára gamli leikmaður Kölnar.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin