Áhorfendur sem fylgdust með útsendingu RÚV af leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld fengu ekki að sjá fyrstu 30 sekúndurnar af leiknum. Eftir að þjóðsöngvum beggja liða höfðu verið gerð skil og fyrirliðar heilsast fóru í loftið auglýsingar. Auglýsingahléinu lauk ekki fyrr en hálf mínúta var liðin af leiknum.
Nokkrir árvökulir tístarar vöktu athygli á málinu á Twitter og svaraði íþróttadeild RÚV því að Knattspyrnusamband Evrópu UEFA hafi ekki farið eftir þeirri tímáætlun sem var ákveðin fyrir leikinn. Benda þeir jafnframt á að það sama hafi gerst í Svíþjóð.
Eðlilegt að RÚV sleppi byrjun fyrsta leiks kvennalandsliðsins á EM til að sýna VÍS auglýsingu. Mikilvægar þessar samkeppnistekjur #dóttir
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 18, 2017
Sjónvarpsstöðvarnar fara eftir plani frá UEFA, sem klikkaði í þessu tilviki. Sama gerðist í Svíþjóð. Áfram Ísland!
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 18, 2017
Ríkisútvarpið ansi gráðugt að selja auglýsingar 30 sek inní leikinn! #EM2017
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) July 18, 2017
#fyririsland #ruv https://t.co/OJ2YWP2H4V
— Katrin Einars (@katgudein) July 18, 2017
Shame on the national tv station RUV for playing adverts over the first half minute of the game !