Enginn með stjórn á þessum leik

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. mbl.is/Golli

„Þetta var mjög skrýtinn leikur,” sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, við RÚV eftir tap Íslands gegn Sviss, 2:1, í öðrum leik liðsins í riðlakeppinni á EM í Hollandi.

„Þessi leikur var svolítið upp í loft. Þessar tafir í 10-15 mínútur. Þetta var mjög skrýtinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik Hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það. Ég er ekki ánægður með margt sem við hefðum getað gert betur,“ sagði Freyr við RÚV.

„Í heildina var hugarfarið í lagi og við fengum tækifæri til þess að gera betur. Einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur í dag,“ sagði Freyr.

Spurður um mörkin sem Ísland fékk á sig sagði Freyr:

„Eins og alltaf þegar maður fær á sig mörk þá eru örugglega hellingur að. En fyrstu viðbrögð eru þau að þetta var ekki nógu gott. Grundvallaratriði sem fólk klikkar á í dag. Þér er refsað fyrir það á móti svona leikmönnum. En svona getur gerst,“ sagði Freyr.

Ísland á enn möguleika en nú þarf liðið að treysta á að Frakkar vinni næstu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Austurríki og Sviss. Ísland þarf svo að vinna Austurríki í sínum síðasta leik í Rotterdam og treysta á markatöluna innbyrðis við Austurríki og Sviss. Ljóst er að tveggja marka sigur mun duga gegn Austurríki fari svo að Frakkar vinni rest.

Mögu­leik­ar Íslands fel­ast í því að Frakk­land vinni báða leiki sína, gegn Aust­ur­ríki í kvöld og Sviss á þriðju­dag, og að Ísland vinni Aust­ur­ríki. Þá yrðu Ísland, Sviss og Aust­ur­ríki með 3 stig hvert og inn­byrðis marka­tala myndi ráða úr­slit­um. Aust­ur­ríki vann Sviss 1:0 og því myndi tveggja marka sig­ur duga Íslandi í þessu til­viki, en eins og fyrr seg­ir þarf Ísland nú að treysta á Frakka.

„Við erum ennþá í möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra. Örlögin eru ekki í okkar eigin höndum og það er ekki staða sem ég vildi vera í og liðið. Maður er svekktur með það en við jöfnum okkur í kvöld og mætum í Rotterdam til þess að vinna og vonandi verðum við enn í keppninni þegar við mætum þangað . Ef svo er þá hef ég trú á því að liðið bæti leik sinn og við vinnum og klárum þetta,“ sagði Freyr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin