Leikfært í Rotterdam í dag eftir vatnsveðrið

Vatni sópað af vellinum í gærkvöld.
Vatni sópað af vellinum í gærkvöld. AFP

Aus­andi rign­ing í Rotter­dam í gær­kvöld varð til þess að fresta varð leik Þýska­lands og Dan­merk­ur í átta liða úr­slit­um Evr­ópu­keppni kvenna.

Hann verður leik­inn í dag klukk­an 10 að ís­lensk­um tíma en veður­spá fyr­ir dag­inn er góð og ljóst að leik­fært verður þó að völl­ur­inn verði ef­laust enn blaut­ur eft­ir úr­hellið.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um var mikið vatn á vell­in­um í gær.

Einn starfsmanna leiksins fékk byltu á vatnssósa vellinum þegar hann …
Einn starfs­manna leiks­ins fékk byltu á vatnssósa vell­in­um þegar hann reyndi að sparka í bolt­ann. Steffi Jo­nes þjálf­ari Þýska­lands fylg­ist með tilþrif­un­um. AFP
Stórir pollar mynduðust á vellinum í vatnsveðrinu.
Stór­ir poll­ar mynduðust á vell­in­um í vatns­veðrinu. AFP
Þýsku leikmennirnir reyna að hita upp í bleytunni.
Þýsku leik­menn­irn­ir reyna að hita upp í bleyt­unni. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin