Leikfært í Rotterdam í dag eftir vatnsveðrið

Vatni sópað af vellinum í gærkvöld.
Vatni sópað af vellinum í gærkvöld. AFP

Ausandi rigning í Rotterdam í gærkvöld varð til þess að fresta varð leik Þýskalands og Danmerkur í átta liða úrslitum Evrópukeppni kvenna.

Hann verður leikinn í dag klukkan 10 að íslenskum tíma en veðurspá fyrir daginn er góð og ljóst að leikfært verður þó að völlurinn verði eflaust enn blautur eftir úrhellið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið vatn á vellinum í gær.

Einn starfsmanna leiksins fékk byltu á vatnssósa vellinum þegar hann …
Einn starfsmanna leiksins fékk byltu á vatnssósa vellinum þegar hann reyndi að sparka í boltann. Steffi Jones þjálfari Þýskalands fylgist með tilþrifunum. AFP
Stórir pollar mynduðust á vellinum í vatnsveðrinu.
Stórir pollar mynduðust á vellinum í vatnsveðrinu. AFP
Þýsku leikmennirnir reyna að hita upp í bleytunni.
Þýsku leikmennirnir reyna að hita upp í bleytunni. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka